Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 42
voru ógæfumenn og samúð þessa
prests þekkti engin sóknarmörk á voru
landi.
Hinn 27. júní árið 1902 stóð brúð-
kaupsdagur séra Sigurbjörns Ástvald-
ar Gíslasonar og konu hans frú
Guðrúnar Lárusdóttur, fríkirkjuprests í
Reykjavík. — Börn þeirra urðu 10.
Heimilið stækkaði því fljótt. En bú-
skapur var stundaður og börnum
þeirra haldið að vinnu, þegar þau
höfðu aidur til, með skynsemd, til þess
að þau skyldu létta undir með heimil-
inu og auka þroska sinn.
Þrátt fyrir þennan stóra barnahóp
og mikla gestakomu á heimilinu, gaf
húsfreyjan sér tíma til allmikilla rit-
starfa og umsvifamikilla félagsstarfa.
Séra Sigurbjörn lagði alla áherslu
á, að frú Guðrún gæti notið sín á þess-
um kjörsviðum sínum. Ber það vott um
frjálslyndi langt á undan samtíð.
Frú Guðrún varð sem kunnugt er
bæ'arfulltrúi í Reykjavík, og hún var
alþingismaður síðustu ár ævi sinnar.
í þessari aldarminningu hlýt ég að
geta um þann atburð, sem varð 20. ág.
1938.
Þann dag fóru þau hjónin í bifreiðar-
ferð um Árnessýslu í sólskins veðri,
ásamt tveim yngstu dætrum sínum,
sem voru frú Guðrún Valgerður og
Sigrún Kristín, 18 ára. — Þá varð
slysið í Tungufljóti.
Bíllinn fór útaf á krappri beygju við
brúarsporðinn á vesturbakka og kast-
aðist í fljótið. Séra Sigurbjörn og bif-
reiðarstjórinn komust Kfs af, en mæðg-
urnar þrjár, sem sátu saman í aftur-
sæti drukknuðu. Þessi helfregn vakti
þjóðarsorg.
Jarðarförin var líklega ein sú fjöl-
mennasta, sem sést hefur hér á landi-
Kisturnar voru fjórar, því að ung stúlka,
tengd fjölskyldunni, var nýdáin.
Tengdasonur sr. Sigurbjörns fylgdi þar
systur sinni, eiginkonu og ófæddu
barni til grafar.
Við hina stóru gröf stóð séra Sigur-
björn Ástvaldur, sorgarbarnið, og flutti
mannfjöldanum enn vitnisburð um
Drottin, sem hann mætti í djúpinu.
Hörkveikur trúar hans var ekki slökkt-
ur. Brákaði, skjálfandi, granni reyrinn,
sem stóð þarna í þyngstu sporum, var
ekki brotinn. Honum virtist haldið uppi
af sterkri, ósýnilegri hendi.
Skömmu síðar flutti hann prédikun í
Dómkirkjunni. Kirkjan var yfirfull. —
Yfirskrift og inntak ræðunnar: — Drott-
inn var í djúpinu.
Ég minnist síðustu samfunda okkar.
Það var ekki löngu fyrir andlát hans,
er bar að 2. ágúst 1969. — Það var í
skrifstofu hans. Hann var orðinn 93
ára, óbeygt bak, en þrótturinn nú
þorrinn. — Yfir dyrum skrifstofu hans
og heimilis stóðu enn einkunnarorð
hans: Sannleikanum trúr í kærleika.
— Yfirskrift lífs hans og ævistarfs.
Ég hafði víða fengið að standa við
hans hlið. Við stóðum saman frammi
fyrir altari Dómkirkjunnar á vígslu-
stund, og síðar frammi fyrir altari
Péturskirkjunnar í Rómaborg og grísk-
kaþólskrar kirkju í Nasaret og í syna-
gógu Gyðinga í ísrael. Og við stöðum
hlið við hlið á Zíons hæð og horfðum
út yfir borgina helgu, Jerúsalem og yf'
ir til Getsemane-garðsins í rótum 0W'
fjalls. — Og nú stóðum við í síðasta
sinn hlið við hlið, — við skrifborð
hans, snjáð eftir marga áratuga vinnu-
slit.
280