Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 62

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 62
fyrirlestrum, en unnum syngjandi í garðinum þess í milli. Þegar þaðan kom, fékk ég að fara inn í þænarherbergi og líta augum mynd af Moon. Við báðumst fyrir upp- hátt í 20 mínútur, hlýddum á upplestur úr riti Moons og sögðum: „Góðan dag, góðu foreldrar.“ Kona Moons var með honum á myndinni. Hver dagur var öðrum líkur: á fætur kl. 6,30, bænasamkoma, morgunverð- ur með söng og bænarorðum, síðan fjáröflun, það sem eftir var dags og langt fram á kvöld. Við ókum syngj- andi til nærliggjandi þorpa. Það þótti mikill sigur fyrir Guð að herja út úr vegfarendum nokkrar krónur. Og því meira fé, sem okkur tókst að safna, þeim mun þóknanlegri vorum við Guði. Við þurftum enda að fara á vínbari á kvöldin að sníkja peninga af gestum Oft komum við ekki heim fyrr en um miðnætti. Eftir hálfan mánuð var ég orðin svo úrvinda af þreytu, að ég gat varla staðið í fæturna fyrst eftir að ég kom ofan. En eftir fimm vikna fjár- söfnun, hafði ég aflað trúflokknum um hálfrar milljónar króna. Þar kom, að ég þurfti heim til mín í einkaerindum. Daginn eftir hringdi dyrabjallan. Það var kominn svertingi að nafni Ted Patrick. Moonistar höfðu varað okkur við honum og sagt hann ræna fólki og berja það. Við rifumst hástöfum í hálfan dag. Hann sýndi mér pappíra um Moon, sem hann hafði afl- að frá Kóreu. Hann lék fyrir mig af segulbandi upptökur með röddum fyrrverandi lærisveina Moons. Hann spurði mig, hvort ég myndi fremja morð, ef Moon beiddi mig þess. Ég kvað svo vera, og þó hafði ég aldrei leitt hugann að því fyrr. Það sem loks kom fyrir mig vitinu var Biblíu-tilvitnun, sem Patrick hafði upp fyrir mér: „Þér munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ (Jóh. 8:32). Mér þótti sem Ijós hefði verið tendrað í húsinu og þungu fargi af mér létt. Ég var frjáls. Næstu mánuðir reyndust erfiðir. Það var því líkast að lenda á annarri plánetu að taka upp sína fyrri lifnaðar- hætti. Það var svo skrýtið að aka aftur bílnum sínum, skrifa ávísanir, horfa á sjónvarp og lesa annað efni en bók Moons. Smám saman fylltist það tóma- rúm, sem myndast hafði innra með mér. Það var líkt og að venja sig af eiturlyfi. Síðan hefi ég hitt marga, sem flúið hafa hreyfinguna, fullir þeirrar hræðslu og sektarkenndar, sem ég var þjökuð af. Saga þeirra er mjög áþekk minni. (Byggt á grein í bandaríska vikuritinu „Time“, 14. júní 1976). Gunnar Björnsson tók saman. 300

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.