Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 65
ekki fari fyrir oss eins og Waldensur-
um og Bæheimsbræðrum, sem halda
*rúnni fjötraðri í eigin tungu, svo að
Þeir geta ekki gert sig skiljanlega við
nokkurn mann, nema hann læri fyrst
IT|ál þeirra. Þannig fór ekki Heilagur
andi að í upphafi. Hann beið ekki unz
0|l veröldin kæmi til Jerúsalem og
•asrði hebresku, heldur fól hann alls
konar tungum predikunarþjónustu, svo
postularnir gætu talað, þar sem
Þeir komu. Ég vil heldur fylgja þessu
fordæmi. Það er líka verðugt að æfa
áina ungu í mörgum málum. Hver veit,
hvernig Guð muni nota þá með tím-
anum? Tii þessa eru iíka skólarnir
stofnaðir.
1 öðru lagi er þýzka messan og
ðuðsþjónustan, sem vér tökum til með-
ferðar hér og skipa skal vegna van-
kunnandi leikmanna. En þessa tvo
h^tti verðum vér að hafa og haga þeim
sv°, 3ð þeir séu haldnir opinberlega
' kirkjunum frammi fyrir öllum, en
ÍTlanna á meðal eru margir, sem ekki
|rúa enn þá eða eru kristnir. Meiri hlut-
lnn stendur og gapir, þar sem þeir
aJ_a eitthvað nýtt, alveg eins og vér
éldum guðsþjónustu á auðu torgi eða
a víðavangi mitt á meðal Tyrkja eða
eiðingja. Hér hefur ekki enn verið
°mið á neinum skipulegum eða
akveðnum söfnuði, þar sem hægt væri
stjórna hinum kristnu eftir fagnað-
arerindinu, heldur er hér um opinbera
vatningu til trúar og kristindóms að
raeöa.
Eri þriðji hátturinn, sem hefði hina
r.ettu evangelísku skipan, á ekki heima
a torgi meðal alls konar fólks, heldur
ai9a þeir, sem í alvöru vilja vera kristn-
lr °9 játa fagnaðarerindið í verki og í
orði, að láta skrá sig og safnast út af
fyrir sig, t. d. í einhverju húsi, til bæna,
lesturs, skírnar, móttöku altarissakra-
mentisins og iðkunar annarra kristinna
athafna. í þessari skipan væri hægt að
þekkja, refsa, bæta, útiloka eða setja
í bann samkvæmt reglu Krists, Matt.
18 (Matt. 18:15—17), þá, sem ekki lifðu
kristilega. Hér væri hægt að leggja á
menn hina kristnu, almennu ölmusu,
sem væri fúslega gefin og væri skift
meðal fátækra að fordæmi Heilags
Páls, 2. Kor. 9. (2. Kor. 9:1). Hér þyrfti
ekki að vera mikill söngur. Hér væri
hægt að hafa um hönd á stuttan en
fínan hátt, skirn og altarissakramenti
og leggja alla áherzlu á orðið, bænina
og kærleikann. Hér yrðu að vera til
góð og stutt fræði um trúna, boðorðin
tíu og Faðir vor. í stuttu máli sagt, ef
fyrir hendi væri fólk og einstaklingar,
sem vildu í alvöru vera kristnir, þá væri
fljótlega hægt að koma á skipan og
föstum háttum. En hvorki get ég eða
vil ég, enn sem komið er, koma á
slíkum söfnuði, því að ég hef ekki
ennþá fólk og einstaklinga til þess. Ég
sé ekki heldur mikið, sem knýr til
þess. En ef til þess kemur, að ég verð
að gera það og verð tilneyddur, svo
að ég get ekki látið það vera með
góðri samvizku, þá vil ég gjarnan gera
mitt til þess og hjálpa eins vel og mér
er unnt. En á meðan vil ég að þessir
tveir nefndirguðsþjónustuhættir haldist
opinberlega hjá fólkinu til þess að æfa
æskuna, kalla og hvetja aðra til trúar-
innar og styðja við hlið predikunar-
innar að framgangi hennar, þar til er
hinir kristnu taka orðið svo alvarlega,
að þeir finni sjálfa sig og staðfestist,
svo að ekki verði óreiða úr öilu sam-
303