Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 67

Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 67
lagðir, eða semja aðrar, unz allur hinn kristni skilningur er höndlaður í hjart- anu í tveimur liðum, en þeir eru trú og kærleikur. Þeim má líkja við tvo sekki. I sekki trúarinnar eru tvö hólf. i öðru hólfinu felst það, sem vér trúum, að vér fyrir synd Adams séum spillt, syndug og fordæmd, Róm. 5 (Róm. 5:12), Sálm. 50 (Sálm. 51:7). I hinu hólfinu felst það, að vér erum öll fyrir Jesúm Krist frelsuð frá slíkri spilltri, syndugri og fordæmdri tilveru, Róm. 5 (Róm. 5:18n), Jóh. 3 (Jóh. 3:16). Sekk- ur kærleikans hefur einnig tvö hólf. i öðru felst, að vér eigum að þjóna sér- hverjum manni og gjöra honum gott eins og Kristur hefur gjört oss, Róm. 13 (Róm. 13:8—10). i hinu felst, að vér eigum að líða fúslega og þola alls konar böl. Þegar barn tekur að skilja slíkt, má venja það á að taka eftir spak- mælum ritningarinnar í því, sem Predikað er, og segja þau foreldrum sínum, þegar sezt hefur verið að borð- um, eins og áður var siður um latín- una, og setja því næst spakmæli ritn- ‘n9arinnar í sekkina og hólfin, líkt og he9ar smápeningum, krónum og gull- Peningum er stungið í vasann. Ef vér hkjum sekk trúarinnar við sekk gull- Peninganna, þá fara í fyrsta hólfið þessi spakmæli, Róm. 5 (Róm. 5:12, 18): „Vegna syndar eins eru þeir allir syndarar og fordæmdir,“ og Sálm. 50 (Sálrn. 51:7): ,,Sjá í synd er eg getinn °9 I synd bar mig móðir mín.“ Það eru tveir Rínargullpeningar í því hólfi. hitt hólfið fara ungversku gullpening- Urnir, svo sem þetta spakmæli, Róm 5 (Róm. 4:25): „Kristur er dáinn vegna syndar vorrar og upprisinn vegna rétt- lætis vors,“ svo og Jóh. 3. (Jóh. 1:29); ,,Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins." Það voru tveir ungverskir gullpeningar í því hólfi. Þá má líkja sekk kærleikans við sekk, sem silfur er sett í. i fyrra hólfið fara spakmæli um velgjörðir, svo sem Gal. 4 (Gal. 5:13): „Þjónið hver öðrum í kærleika," Matt. 25 (Matt. 25:40): „Hvað sem þér gjörið einum þessara minna minnstu, það hafið þér gjört mér.“ Það voru tvær silfurkrónur í því hólfi. í hitt hólfið fari þetta spakmæli, Matt. 5 (Matt. 5:11): „Sælir eruð þér, er þér verðið ofsóttir mín vegna, „Hebr. 12 (Hebr. 12:6); „Drottinn agar þann, sem hann að sér tekur.“ Það eru tvær silfur- krónur frá Schreckenberg í því hólfi.“ (Silfur var unnið úr Schreckenberg í saxnesku Erz-fjöllunum). Enginn haldi sig of skynsaman og fyrirlíti slíkan barnaleik. Þegar Kristur vildi fóstra mennina, varð hann að verða maður. Ef vér eigum að fóstra börn, þá verðum vér einnig að verða börn með þeim. Guð gefi að slíkur barnaleikur verði vel leikinn. Það ætti að geta myndazt á stuttum tíma stór sjóður kristinna manna, og sálir orðið ríkar af Guðs orði og þekkingu á Guði, unz þær sjálf- ar gerðu þetta hólf að almennum stað (locos communes) og létu hann rúma alla ritninguna. Annars fer svo, að fólk gengur daglega til predikunar og kem- ur þaðan jafnnær aftur. Menn halda, að ekki sé annað að gera en að hlusta um stund, en dettur ekki í hug að læra eða halda neitt af því sem þeir hafa heyrt. Þannig heyrir margur maðurinn predikanir í þrjú, fjögur ár, en lærir þó ekki svo mikið, að hann geti svarað úr einum lið trúarjátningarinnar, en þess 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.