Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 78

Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 78
orðunum, Guði séu þakkir (Deo Grati- as). 42. Bæn prests um, að fórnin, sem hann hefur óverðugur fært, megi verða honum og öllum öðrum, sem hann hef- ur framborið hana fyrir, til friðþæg- ingar. (Placeat tibi). 43. Prestur yfir- gefur altarið með kossi, flytur fólkinu blessun með krossmarki: Blessi yður almáttugur Guð, Faðirinn (gerir kross- mark) og hinn Heilagi Andi. Svar: Amen. 44. Lokaguðspjall: Jóh. 1:1—14. Saga evangeliskrar guðsþjónustu hefst þegar með predikun Lúthers um réttlætinguna af trúnni einni, þ. e. frá og með 1517, en sú predikun fól í sér afneitun mannlegra verðleika, m. a. í messunni. Fórn messunnar var fyrst umtúlkuð sem lofgjörðarfórn, en 1520 var báðum efnum kvöldmáltíðarinnar útdeilt. 1522 fellir Lúther niður þau orð í canon missae, sem tala um fórn. 1523 leggur Lúther til, að messur séu felldar niður á virkum dögum, nema þess sé sérstaklega óskað. Tíðargjörð- ir verða að predikunarguðsþjónustum, einkum fyrir presta og skólapilta. Þetta kemur fram í ritinu Von ordenung gott- is diensts ynn der gemeyne frá vorinu 1523, þar sem hann efnir loforð sitt til safnaðarins ( Leising um að gefa þeim skipan um söng, bæn og lestur. En tími var kominn til þess að hefja endurskoðun og endurbætur guðsþjón- ustuhalds í Wittenberg. i upphafi þessa rits segir Lúther: ,,Þrenns konar misnotkun á sér staö í guösþjónust- unni. Fyrst er sú, að menn hafa þagaö yfir Guös oröi í guösþjónustunni og aöeins lesið og sungiö i kirkjunum, en þaö er versta misnotkunin. Önnur er sú, aö viö hliö Guös orös, þar sem þagaö hefur veriö yfir því, hefur kom- 316 ið inn svo mikið af alls konar ókristi- legum ævintýrum (fabeln) og lygi, bæöi í helgisögum (legenden), söngvum og predikunum, aö raun er aö vera vott- ur aö sliku. Þriöja misnotkunin er sú, að menn hafa gert slika guðsþjónustu aö verki til þess að ávinna náö Guös og sáluhjálp. Þar er trúin liðin undir lok, og þó hefur sérhver gefiö til kirkjustofnunar og páfa, og viljaö verða munkur og nunna. Nú þegar afnema skal þessa misnotkun, þá ber fyrst og fremst aö gera sér Ijóst, aö kristinn söfnuður á aldrei að koma saman, nema þar verði þá Guös orö predikaö og beöið, jafnvel þó að þaö sé stutt.“ Lúther vitnar í því sambandi í Sálm. 102:23 og I. Kor. 14:31 og í niðurlagi ritsins í Lúk. 10:42. Endur- skipan guðsþjónustunnar og messu- gjörðarinnar var þannig hafin í ýms- um söfnuðum mótmælenda, áður en Lúther að bæn vinar síns, Nikolaus Haumann í Zwickau, gaf út í des. 1523 á latínu skipan evangeliskrar messu og altarissakramentis eins og hún tíðk- aðist í Wittenberg, Formula missae et communionis pro Ecclesia Vuittenber- gensi. i þessu riti hreinsaði Lúther latnesku guðþjónustuna eins og hún hafði tíðkazt í rómversku kirkjunni af hugmyndum, sem tjáðu guðsþjónust- una sem fórn eða góðverk. Samkvæmt Formula missae et communionis eru liðir guðsþjónustunnar þessir (Við setj- um aftan við liðina samsvarandi tölu- setningu rómversku messunnar hér að framan, en við það má glögglega sja, hvaða breytingar Lúther gerði á mess- unni): Inngönguvers (Inntroitus) (4) a sunnudögum og hátíðum Krists, Þ- e' páskum, hvítasunnu og jólum. Misk' A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.