Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 39

Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 39
Gr- HALLDÓR GUNNARSSON í Holti: Predikun upphaf aðalfundar Prestafélags Suðurlands, 14' sd. e. trinitatis, 11. sept. 1977 í Skálholti Úr stormveðrum aldanna rísa sem tindur við tind hinar tignu minningar þinna glæstustu stunda. Þitt nafn er, Skálholt, laugað í himinsins lind og Ijómann af þínum veg bar til fjarlægra grunda. En glatað er margt og horfið í veður og vind. Oss vakir í hjarta með kvöl vorra dýpstu unda, hve grátleg að lokum varð sagan um stað og stól. — Með stund þinnar auðnar fauk hér í síðustu skjól. Sem óvinaþjóð hefði staðinn brælt og brennt, var brotið og sundrað og stráð fyrir öllum vindum, og varpað á glæ, því sem vizka og háleit mennt höfðu verndað, skapað og þróað í ótal myndum. Þá virti það enginn, sem þeir höfðu kveðið og kennt, sem kuml sín áttu hér undir Vörðufells tindum. Og þá virtist saga þín, Skálholt, grafin og gieymd í glapræða þoku og rökkri af vanmegna eymd. Nú finnum vér allir, að uppskera blómgast á ný Þess alls, er víngarðsmenn Drottins í Skálholti sáðu. Úm þjóðarsál fer vorangan vermandi hlý, hún vaknar og lýkur stríðinu, er feðurnir háðu. °9 hér munu turnar heilagir rísa við ský °9 hljómur klukknanna flytja það mál, sem þeir kváðu. Þá skulu hér enn verða borin fram bænarljóð °9 blessun Drottins krýna stríðandi þjóð. (Skálholt. Hátíðarljóð sr. Sigurðar Einarssonar). L 197

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.