Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 42

Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 42
og staðar, þá hlaut Skálholt þá með- ferð. Ef hægt er að tala um upprisu eftir slíka krossfestingu, þá trúi ég að sá tími sé fram undan fyrir þennan stað, kirkjuhúsið er risið og boðskap- ur héðan fluttur, hjarta skólans slær að nýju og staðurinn kallar á biskup sinn, hér að standa, héðan að prédika og hingað að kalla. Sr. Sigurður Einarsson lauk hátíðar- Ijóði sínu um Skálholt á Skálholts- hátfðinni 1956 þannig: Er nú sem mæli minning hver og steinn hver þessa staðar kveði og öll þjóð einum rómi orð þau, er endur öðlingur mælti: Sé hér setur Kristi, sé hér stóll Guðs, höll vegsamleg heilags anda meðan uppi varir íslands byggð. Þigg, þjóð mín, gjöf. Þigg, Drottinn Guð. Vel er hér kveðið. Þjóðarsagan er þar öll, minningin og helgin. Þetta er orð sem lifir. ,,í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.“ Þetta er kirkjan, samfélag okkar, trúin og vonin. Að lifa I trúnni á Guðs son, skynja handleiðslu hans, finna bænheyrslu hans og lifa í upprisu hans- Við finnum þetta í eigin lífi, við finn- um þetta í boðskap trúaðra einstakl' inga, sögu þjóða og jafnvel í sögu helgra staða. Krossfesting og upprisa, niðurlseg' ing og endurreisn, sorg og huggun- sálarkvöl og sú endurnýjun, að geta sagt með Páli: Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Þennan lífsramma fá allir að reyea í eigin lífi, en spurningin er ætíð hvef1 andsvar einstaklingsins var, er eða verður. Við þekkjum hvert var svar Pá|s postula, þegar hann var sviptur öl|LJ því sem hann hafði lifað og baris* fyrir. En hvert er svar okkar við Ms' gjöf, að standa frammi fyrir JeSlJ Kristi og þiggja allt. Ég segi þiggja, en höfum við nokk' uð þegið, nema við kunnum að þakka- Getur verið að enn sé það aðeins eiar1 af hverjum tíu sem snúi við til ha°5 til að þakka og lúta honum í bæn? Hverju svarar þú í huga þínum, Þe sjálfum og honum sem svarið þekk|r' Ö ef Þú sem ert of önnum kafinn? Svarar þú? Haf mig afsakaðan er að græða, svíkja eða pretta, ég ^ að segja ósatt, eða ýkja, ég er a° hugsa um mig sjálfan og þess vegn verðurðu að hafa mig afsakaðan? Eða svarar þú? Haf mig afsakaða|1' Mig brestur kjark, bænina finn ég el< nálægð þína lifi ég ekki? Eða getur þú svarað: ,,Ég er kr°Lj festur með Kristi. Sjálfur lifi ég e framar, heldur lifir Kristur í mér." Dýrð sé Guði, föður og syni ° heilögum anda um aldir alda. ^ 200

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.