Fanney - 01.05.1908, Síða 23

Fanney - 01.05.1908, Síða 23
FANNEY. 21 Uppeldi Maríu litlu varvand- að svo sem mest mátti verða og annaðist abbadisin það að mestu sjálf. Pótt hún bæri sama bún- ing og nunnuefnin, virtist þó svo sem hún ætti ekki að verða nunna, heldur væri henni með tímanum ætlað stærra hlutverk í heiminm. Átján ár eru liðin af hinu kyr- láta klausturlífi. Barnið, sem halði áunnið sér ást allra klaust- urbúa með þægilegu og blíðu viðmóti, hafði nú breytzt í und- urfagra mey, sem var skoðuð eins og einhver æðri vera af öll- um sem kyntust henni. Biskupinn, sem skírði hana, og skírnarvotturinn, Benedikts- reglu-munkurinn,vorubáðir dán- ir, svo að nú var það abbadísin ein, sem þekti leyndarmálið, sem tengt var við fæðingu Maríu. Nokkrum sinnum liafði María spurt liana um það, en fengið það svar, að hún mætti ekkert segja henni, og liætti hún þá að grenslast eftir því. — En þá kom atvik fyrir, sem lét hana finna sárt til þess að vita ekkert um ætl sína og uppruna. Um árslokin 1586 fékk abba- dísin oft bréf frá heimkynni sínu, Skotlandi. Þessi bréfollu henni lára og sárrar sorgar. Oft kraup hún á kné við altari klaustur- kirkjunnar, þar sem María varð að biðja með lienni, og lagði á sig hinar mestu meinlætingar. En þegar hún í febrúarlok árið 1587 fékk fregnina um líllát Maríu Stúart, virtist örvæntingin ætla að yfirbuga liana. »Barnið mitt«, sagði hún við Maríu og kysti hana innilega, »biddu Guð að taka Maríu Stú- art í ríki sitt og fyrirgefa óvini hennar, Elísabetu, óbótaverk hennar«. í Maríuklaustrinu var, eins og öllum öðrum klaustrum á Frakk- landi, sungin sálumessa fyrir hinni ógæfusömu, rétt-trúuðu, kaþólsku drotningu á Skotlandi, og bað abbadísin innilega fyrir sál liennar. Þetta andstreymi veikti svo lífskraft hinnar hálf-níræðu konu, að hún lagðist í rúmið, til mik- illar sorgar fyrir Maríu. Hún sá þegar að dauðinn nálgaðist, og veitti hún fóstru sinni alla hjálp og hjúkrun sem hún gat í té látið. Oft þrýsti abbadísin henni að brjósti sér og bað drott- inn að blessa hana. Þegar hiin fann dauðann nálg- ast, lét liún kalla f^'rir sig eftir- mann gamla biskupsins. »María«, sagði liún með veikri rödd, »ég verð nú að yfirgefa þig, aumingjann foreldralausan, eina og óstudda í heiminum. Eg ætlaði ekki að láta þig verða nunnu, en ýmsar kringumstæð- ur heimta það. Það verður að gerast í dag áður en eg dey, því ég verð að lúka reikningsskap

x

Fanney

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.