Fanney - 01.05.1908, Qupperneq 32

Fanney - 01.05.1908, Qupperneq 32
30 F A N N E Y. skulum fara lengra inn í skóg- inn«, sagði Jón, »það er ekki vært hérna í skóginum. »Hvað segirðu, Jón? Ekkivært hérna i skóginum?« sagði Helga og fór að hlæja; »sérðu ekki þessi ágætu ber þarna? Við skulum tina dálítið af þeim«. IJau fóru nú að tína berin, og borðuðu sum, en létu sum í húfu sína. Þegar þau höfðu verið að því nokkra stund, leit Jón upp. Sá hann þá geit, sem stóð þar skamt frá þeim og starði á liann stórum augum. Jón leit undan og roðnaði. Hann skildi vel, af hverju hún var að horfa á hann. Þá heyrði hann fugl syngja í næsta tré og það var enginn vaíi á hvað hann söng: »Þú hefir skrökvað!« Jón misti alla lyst á berjunum oghætti að tína þau; liann ráfaði lengra inn í skóginn. Nú var komið miðdegi og börnin fóru að búa sig til heim- ferðar. Þegar þau voru komin lítinn spöl heimleiðis, fór að hvessa og veðrið óx svo að á svipstundu var komið ofsarok; það hvein í skóginum og visnu blöðin á skógargrundinni fuku til og þyrluðust fram og aftur. Dimm ský dró upp á loftið og einstöku kráka llaug gargandi milli trjánna. Helga litla settist undir tré og spenli greipar, en Jón lagði liöfuð sitt í kjöltu hennar og faldi andlilið í höndum sínum. Eldingum laust niður og klufu þær trén að endilöngu, þrumurnar dundu og Jón heyrði mjög vel að þær kölluðu til hans: »Þú heíir skrökvaðl« Það þoldi hann ekki; hann faldi hendur sínar og mælti: »Já, Guð minn góður, ég gerði það, — það var ég sem át hunangið — það var svo sætt«. Þá létti honum fyrir hjartanu og hann var nú ekki lengur hræddur. Það birti í lofli, og sólin skein glatt eins og áður gegnum blaðhvelfingu trjánna. Börnin stóðu þá upp og héldu áfram lieimferðinni. Þegar þau komu út úr skóginum, var regn- boginn á loftinu fegurri en hann hafði nokkru sinni áður verið. Bráðum sáu þau móður sína koma á móti sér. Jón hljóp í faðm liennar og mælti: »Það var ég sem át hunangið— ég heíi skrökvað«. Hann gat ekki tára bundist, en móðir hans klappaði honum á kinnina og sagðist fyrir- gefa honum það. Svo fóru þau öll glöð og ánægð lieim. Regn- boginn fylgdist með þeim, korn- öxin beygðu sig þegjandi og blómagrundirnar brostu við litla drengnum, sem nú var svo glaður af því að hann hafði sagt satt. E. S. þýddi.

x

Fanney

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.