Fanney - 01.05.1908, Page 33

Fanney - 01.05.1908, Page 33
F A N N E Y. 31 Kisa hjá myndasmið. & |ENGI hafði kisu langað til að eignast mynd af sér og börnunum sínum þremur. Hún lagði því af stað með þau einn góðviðrisdag og fór að hilla mynda- smið að máli. Samdist svo með þeim, að hann lofaði að taka myndina, en hún átti í staðinn að eyða öllum rottum í húsi hans, er gerðu þar mikinn skaða. Seltist hún nú á bekk og greip fram- löppunum utan um tvo ketlingana og hélt þeim föstum með klón- um, en sá þriðji varð að standa á aftur- löppunum framan við bekkinn og setja sig sjálfur í stellingarnar. »Sitjið þið nú kyr«, sagði kisa, þegar hún var búin að skipa þeim reglulega niður. »Nú megið þið hvorki hreyfa löpp né lið og ekki dingla skottinu minstu vitund. Hvað ert þú að glenna glirnurnar upp í loi'tið, Músíus litli, þó þú sjáir íiðrildi? Skiftu þér ekkert af því. Vertu kyr með kampana, Rottína! Og þú, Mjáus, breiddu úl framlappirnar og haltu systkinum þínum kyrrum með þeim. Deplið svo ekki augunum, heldur lioríið beint fram, — svona«. »Eruð þið tilbúin?« spurði myndasmiðurinn. »Mjá«, sagði kisa. Og myndin var tekin og hún varð svona eins og þið sjáið, el' þið lílið á myndina þarna. Er hún ekki góð?

x

Fanney

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.