Fanney - 01.05.1908, Side 34
32
F A N N E Y.
Sund.
EIN af þeim fögru og nyt-
sömu íþróttum, sem forfeður
(3^® okkar á söguöldinni iðkuðu
mjög mikið, var s u n d. Getum
við víða lesið um það í forn-
söguin okkar. En þegar kjarkur
og manndáð þvarr á niðurlæg-
ingartímum þjóðarinnar, þá lögð-
ust listir og íþróttir niður.
En nú er þetta aftur að lifna
og lagast. Æskulj^ður Islands er
að vakna og farinn að iðka
fornar íþróttir af nýju; eigum
við þegar nokkra menn, sem
skara fram úr öðrum, svo sem
glímu- og allraunamanninn Jó-
hannes Jósefsson á Akureyri og
mesta glímumann Reykvíkinga,
Hallgrím Benediktsson, og sund-
manninn Lárus Rist á Akureyri,
er synti yfir þveran Eyjafjörð af
Gddeyrartanga síðastliðið sumar.
Sund er ekki einungis fögur
íþrótt, heldur einnig mjög holl
og þörf, og jafnvel nauðsvnleg
öllum þeim, er á sjó ferðast.
Hversu miklu færri menn mundu
ekki drukna, ef sundkunnátta
væri almenn og unglingar lærðu
sund, þá er þeir liafa náð þeim
aldri og þroska, að þeir séu
færir um að stunda og iðka
sundnám.
Aðrar þjóðir standa okkur
Islendingum framar í þessari í-
þrótt, sem svo mörgum öðrum,
og þá ekki livað sízt náfrændur
okkar, Norðmenn; þeir stunda
íþróttir afmiklu kappi og verður
vel ágengt. Árlega hafa þeir í-
þróttamót og sýna þar kunnáttu
sína. Myndin, sem hér er sýnd,
er af einu slíku íþróttamóti;
þar eru sundmenn að sýna á-
liorfendum, úr hve mikilli liæð
þeir geti slokkið niður í vatnið.
Utan á turninum eru þrírpallar
og af þeim stökkva sundmenn-
irnir. Við sjáum mann, sem
heíir stokkið út af miðpallinum
og svífur nú eins og fugl í lausu
lofti og kemur bráðum niður í
vatnið, en þar sér á höfuðið á
öðrum manni, sem áður hefir
stokkið. Sumir eru svo leiknir
í þessari list, að þeir stökkva af
efsta pallinum, sem er uppi undir
þakbrún.
Svona langt erum við íslend-
ingar ekki enn þá komnir, en ef
ungir piltar og stúlkur verja
nokkru af tómstundum sínum
til íþróttaiðkana, þá mun þeim
verða vel ágengt, og þá vex upj)
í landinu ný kynslóð með lieil-
brigða sál í hrauslum líkama.