Jörð - 01.12.1931, Side 6
90
INDLAND OG INDVERJAR
[Jörð
Indland og Indverjar.*
EF AÐ unnt væri að segja eitt land merkast í heimi,
þá myndi Indland hvað líklegast til þeirrar vegsemdar.
En nú verður að játa, að varla sé unnt að nota þess konar
mælikvarða; og látum vér því við það sitja að segja:
Indland er auðugast land í heimi.
Það er langmannflest land annað en Kína, sem er álíka
eða litlu betur; e*n íbúum Indlands fjölgar langtum örar.
Varla er unnt að benda á neitt land annað, sem líklegt er,
að geti, svo langt sem eygt verður, framfleytt fleira fólki.
Fjölbreytni náttúrunnar er varla í neinu landi öðru jafn-
mikil. Þar er mesta úrkomusvæði Jarðar; þar er einhver
liin kynngiþrungnasta frjósemd moldar; og þar er stór-
eflis eyðimörk, þurka vegna. Þar er stórt svæði, sem land
væri, svo lágt og flatt, að ýmist er í sjó eða upp úr; og
þar eru hæstu fjöll í heimi.
Að því er snertir þjóðina, þá á hún hvað lengsta órofna
menningarsögu allra þjóða, á 5. þúsund ára gamla; það
gamlar eru og bókmenntir hennar álitnar, sem enn eru
við líði. Ekki mun heldur nein þjóð önnur hafa komizt
jafnlangt í margskonar sköpun kerfa í svo að segja öllu
þjóðlífi og hverskonar menntun, — nema því, sem hag-
rænt er; í því efni hefir lengi flest staðið fast í landinu,
því að ekki varð þverfótað fyrir skorðum félagslegra og
ti-úarlegra kerfa, lögum ríkari. Enda hrynur fólk þar
niður af hungri og drepsóttum og slysförum. Að því er
snertir trúarbrögð og heimspeki, þá hefir engin þjóð
önnur lagt nándanærri eins mikla vinnu í umhugsun og
ritstörf um þau efni; enda hvergi annars staðar verið
náð neitt svipað því eins miklum skarpleika í nákvæmri
sundurgreiningu atriða og jafnvel dýpt íhugunar. Hefir
og mjög mikil skáldleg gáfa komið þar til greina, enda
skapast marskonar skáldrit; meðal þeirra sum einhver
hin dæmalausustu að vöxtum. Yfirstéttir Indlands eru
*) Betra er að hafa landabréf við hendina, þá er grein þessi er
lcsin,