Jörð - 01.12.1931, Síða 7
Jorð] INDLAND OG INDVEEJAR 91
frá ómunatíð einhverjar hinar nákvæmast og fegurst
'menntuðu í heimi; en þó eru þar í landi menn, álíka
margir og allir íbúar Þýzkalands, þ. e. um eða yfir 60
miljónir, sem miklu fremur eru taldir með skepnum en
mönnum.
Indland er auðugast land í heimi; hefir það verið mest
eftirsótt af herskáum þjóðum og ágjörnum til fjár, allra
landa. Það er flestum, ef ekki öllum, löndum auðugra af
náttúrugæðum. Þjóðin á allra þjóða auðugasta menning-
arsögu. En allra-auðugust eru land og þjóð að andstæðum.
S T Æ R Ð Indlands er um 60000 ferhyrningsmílur,
m. ö. o. rúmlega 30 sinnum stærra en ísland. Var nógu
gaman að taka eftir fyrir ekki svo löngu síðan, og minn-
inu til hægðarauka, að talan 60 kom nokkuð víða fyrir
þar, sem um helztu landfræðistölur Indlands var að ræða.
Nú munu þær tölur, að því er mannfjölda snertir, fremur
nema 70.
Landið liggur aðallega, að því er telja má, á þríhyrnd-
um skaga, er gengur suður úr miðri Austurálfu (Asíu);
en tveir álíka stórir eru sinn til hvorrar handar, Arabía
að vestan og Austur-Indland1) að austan. Hafið, sem
skagar þessir liggja út í, er nefnt Indlandshaf, og er út-
haf, hið þriðja í röðinni að stærð. Norðan að Indlandi
liggja Himalaya2) fjallgarðar, mesta fjalllendi á Jörð,
hvort heldur er snertir víðáttu eða hæð. Að vestan snertir
landið Persíu eða þau lönd; en að austan Austur-Indland.
Indland skiftist nokkuð eðlilega í þrjú aðalsvæði. Syðst
er skaginn Dekan, fremur hálendur; á norðurtakmörkun-
um eru syðri fjallgarðar Himalaya; en þar á milli eru
tvær víðáttumiklar lágsléttur meðfram stóránum Indus
og Ganges, og ná hér um bil saman. Rennur Indus vestast
í landinu, aðallega frá norðri til suðurs; en Ganges kem-
ur (eins og Indus) upp í vesturhluta Himalaya og rennur
3) Landið, sem grein þessi fjallar um og nefnir Indland (sem og
er hið opinbera nafn þess), heitir öðru nafni Vestur-Indland.
s) Frb. hiwalœjaj þýðir; anseból.
7*