Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 9
INDLAND OG INDVERJAR
93
Jörð]
hve landið er lágt og flatt, svo sem á Gangeshólmum hin-
um miklu. Eru þar seiðpyttir kóleru og »svarta dauða«
(»pestar«) ,og yfirleitt allskyns farsótta, er svo öðru
hvoru geysa þaðan um land allt, og enda víðar um lönd.
Féll t. d. á árinu 1903 414 miljón manna fyrir drepsótt-
um í Indlandi einu; og eru varnarráðstafanir þó, til þess
að gera, góðar þar í landi á móti því, sem gerist í öðrum
h itabeltislöndum.
Atriðið, sem mestu ræður um veðráttu á Indlandi, eru
svonefndir missirisvindar (»monsún«). Blása á sumrin
baflægir vindar af suðvestri, en á veturna landvindar af
norðaustri. Stendur þannig á þeim, að hálendi Mið-Asíu,
sem Indland liggur norður að, er hverju landi öðru mis-
heitara eftir því, hvort sumar er eða vetur; eru áhrif
hafsins, er draga úr öllum hitabreytingum, minni þar, en
í nokkuru öðru landi, sökum fjarlægðar; og verkar hæð
landsins yfir sjávarmáli, sem er einstök, í sömu átt. Þegar
sólin bakar þetta sönduga, klettótta hálendi á sumrin,
gegnum hið þunna skýlausa loft, verða hitarnir afskap-
legir, og léttist loftið þá, og flýtur upp; og er að vísu
að sumu leyti hið sama að segja um Indland sjálft. En
annað loft streymir að í staðinn eftir yfirborðinu, og þá
einkum af hafi; en snúningur Jarðar um möndul sinn
veldur, að vindurinn verður vestlægur.1) Hinsvegar verða
vetrarkuldar með afbrigðum nístandi á Mið-Asíuhálend-
inu. Gerist loftið þar þá þungt mjög og flýtur niður
Himalayahlíðar og á haf út; en snúningur Jarðar veldur,
að vindurinn verður austlægur.1) — úrkoma í Indlandi
fer skiljanlega mjög eftir þessu. Eru sumur þar úrkomu-
söm, einkum þar sem fjallgarðar verða fyrir, svo sem
eftir endilangri vesturströnd Dekans og suðurhlíðar
Himalaya. Er þar vestast allrasvæsnasta úrfellissvæði
hnattarins — 10 sinnum meiri úrkoma á ári en í Reykja-
vík. Á veturna rignir helzt á austurströnd Dekanskaga og
D A norðurhveli Jarðar sveigjast allir norðsuðlægir vindar til
hægri; á suðurhveli til vinstri. Stafar það af því, að Jörðin
snýst frá vestri til austurs um möndul sinn.