Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 10
94 INDLAND OG INDVERJAR [Jörð
í Himalayafjöllum; veldur missirisvindur á fyrnefnda
svæðinu, sem þar verður hafvindur nokkur; takmarkaðri
staðhættir ráða í Himalaya.
Einna svipfastast er loftslag í Himalaya, Gangessléttu
og kringum Indus. Er hressandi fjallaloft í Himalaya, þó
að heit séu sumur. Þangað, sem og til annara fjalla,
streyma embættismenn, hátt settir starfsmenn og aðrir
efnamenn á surnrin, til að slóra af verstu sumarmolluna,
sem sérstaklega er Norðurálfumönnum lítt bærileg. Ann-
ars er á Gangessléttunni þungamolla allan ársins hring,
er léttir sem snöggvast eftir hvert hinna tíðu skruggu-
veðra með steypiregni. Eru þá ósjaldan fagrar nætur,
þétt stirndar, er veita svala heitum höfðum heimspek-
inga, svala elskendum og úrvinda Englendingum! Kring-
um ána Indus er svo úrkomulítið allan ársins hring, að
áveitur úr jökulánum, sem í hana renna, eru eina ráðið,
til að halda landi í ræktun; er þar, sem fyr getur, eyði-
rnörk á stóru svæði.
Þ E G A R litið er til þess, sem hér að framan hefir
verið sagt um loftslagið, verður auðvitað, að gróðurfar
er ákaflega margbreytilegt í Indlandi. Frumskógar hita-
beltisins eru kynngiþrungnust lífsvæði Jarðar: allt í
einni óbotnandi bendu: jurtir og dýr, tré, vafningsviðir
og gi’ös, blóm og aldin; allt af sérhverri stærð, lit, lögun
o. s. frv. Frumskógar Indlands eru nokkuð sérstæðir. Er
þar einna helzt um svonefnda fenskóga (»jungle«, frb.
dsjöngel) að ræða. í fenskógunum er minna en gerist í öðr-
um frumskógum af venjulegum trjágróðri, heldur ber þar
mjög á risavöxnum grösum, álíka stórvöxnum og hér ger-
ast betri birkiskógar; og eru svo þéttir, að varla eru öðr-
um stærri skepnum færir en fílum; ösla þeir um fenskóg-
inn í hópum og ryðja brautir. Þó er þar grúi af allskonar
skepnum, svo sem tígrisdýrum, pardusdýrum, úlfum,
jórturdýrum, öpum, páfuglum og venjulegum hænsnum;
og er einkum tekið til þess um skóga þá, er ofar liggja,
að þar sé loftið fullt af hænsnagargi. Kynstur eru í fen-
skógunum — og raunar þó um land allt — af slöngum og