Jörð - 01.12.1931, Page 11
INDLAND OG INDVERJAR
95
Jörð]
Öftrum skriðdýrum, að ekki séu nefnd minni háttar dýr
nema »moskító«-mývargurinn, sem liggur líkt og ský i
loftinu og veldur oft mönnum og málleysingjum lítt þol-
andi óværðar og breiðir út sóttir. Er dýralífi fenskóg-
anna lýst í glæsilegum ævintýrastíl af enska skáldinu
Rudyard JCipling í ^Fenskógabókinnk.1) En 100.000 Ind-
verja hafa fram að þessu árlega látið lífið fyrir varga-
kjöftum; og eru höggormarnir að vísu langskæðastir, en
tígrisdýrin þar næst.
Hversdagslegur atburður Í fenskógum Indlands: Tígrisdýr
að bana antílópu, sem er af jórturdýraflokki. Páfugl sést nokkru
fjær í þann veginn að hefja sig til flugs og flótta; annars kvað
þeir vera einhver hin tíðasta bráð pardusdýra, sem eru svipuð
tígrisdýrum, en nokkru minni og fegurri. Krókódíllinn er ef til vill
dálítið »utanveltu« þarna á myndinni; nefnist hin indverska teg-
und »gavíal«, og' heldur sig í og með ám landsins. Eru lcrókódílar
af skriðdýrakyni, eins og slöngur og skjaldbökur, og' mannskæðir
mjög.
LANDBÚNAÐURINN, sem 230 miljónir- íbúa
Indlands lifa á, er vitanlega mjög mótaður af náttúrufari
landsins, einkum veðuráttu. Sumstaðar, þar sem úrkomu-
tími má teljast tvisvar á ári, eru uppskerutímar tveir.
Landbúnaðarframleiðsla er hvergi í heimi jafnmikil,
nema ef vera skyldi í Kína. Ilveiiirækt Indlands er þriðja
J) The Junglebook (frb. ðö dsjöngelbúkk).