Jörð - 01.12.1931, Page 14
08 INDLAND OG INDVERJAR [Jörð
Svo er fátækt útbreidd og óumræðileg í Indlandi; en
hert á hörmungum hennar af drepsóttum, slysförum og
öðrum bölvalindum, er síðar verður minnst á í grein
þessari. Svo er og að sjálfsögðu fáfræði almúgans mikil;
er ekki 10. hver landsmanna lesandi, og önnur vanmennt-
un flestra eftir því.
Þ A N N I G er hin rómaða auðlegð Indlands með
mjög einkennilegum hætti: auðlegð mannlegrar eymdar
á hæsta stigi í hverskonar tilliti, innan um ævintýralegt
bílífi stórhöfðingja og þrátt fyrir fágæta auðlegð lands-
Rísteinwngwr gróðursettir í Indlandi. Aður en gróðursett er
er vatninu hleypt úr uppistöðunum. Eftir gróðursetninguna gr því
hleypt á aftur.
ins; þrátt fyrir margvíslegan menningarauð, sem á sér
hina elztu og virðulegustu, jafnvel glæsilegustu sögu,
órofna fram á þenna dag. Og er þess vel að gæta, að hér
er um að ræða menningu hliðstæða Norðvesturheims-
menningunni (Norðurálf u—Vesturheims-menningunni),
óháða henni og í sumu tilliti fram yfir það jafnoka henn-
ar, þó að í öðrum greinum standi henni jafnvel langt að
baki. Má að vísu gera ráð fyrir, og raunar vona, að Ind-
verjar eigi eftir að rhóta til muna menningu og þá fyrst
og fremst trúarlíf mannkynsins í nokkuð náinni fram-
tíð.
ÞAÐ, sem háir menningu Indlands og þjóðarbú-
skap, þjóðlífi yfirleitt, mun einkum þrennt: