Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 15
Jörð] INDLAND OG INDYERJAR 99
Sérdræg yfirráð erlendrar þjóðar. Englendingar hafa
verið yfirráðendur landsins hátt á 2. öld. Hafa þeir að
vísu komið á skipulegri stjórn en áður hefir þekkst þar
og hrundið í framkvæmd mörgum mannvirkjum, svo sem
stóreflis áveitum og samgöngubótum, atvinnulífinu til
mikilla hagsbóta. Má vafalaust sjá afleiðingar stjórnsemi
þeirra í hinni geysilegu mannfjölgun Indlands á síðustu
öld. Hins vegar eru skattar þeirra á almúga sveitanna
óbærilegir; auk þess sem félagslega vöknuð þjóð nýtur
sín aldrei nándanærri til hlítar undir erlendri yfirstjórn,
hversu góðri sem er.
Innbyrðis sundurlyndi þjóðarinnar. Er að vísu ekki
meira en svo, að unnt sé að tala um Indverja sem »þjóð«.
í fyrsta lagi eru tveir alóskyldir kynstofnar í landinu,
auk villimanna, sem taldir eru afkomendur frumbyggja
landsins. í mestum hluta Dekans býr nokkurs konar
svertingjaþjóð, er Dravídar nefnast, rúml. 60 miljónir
að tölu; en í Hindostan og Himalaya búa menn af arísku
kyni, þ. e. skyldir Norðurálfumönnum; og nefnast þeir
stundum Hindúar. Brutust þeir inn í landið á 3. árþús-
undi f. Kr. b. og flæmdu undan sér Dravída, er voru þá
fyrir sem aðalíbúar landsins; en jafnframt hafa kyn-
stofnar þessir vafalaust blandazt saman að einhverju
ieyti. Trúarbrögð þau, sem hinn aríski kynflokkur, er til
landsins brauzt, átti þá, hafa síðan að vissu leyti haldizt
við fram á þenna dag, og jafnframt orðið trú Dravíd-
anna. Og með því að trúarbrögð hafa jafnan mátt sin
meira í Indlandi en víðasthvar annars staðar, þá er langt
frá, að óskyldleiki Hindúa og Dravída sé aðalsundur-
þykkjuefni landsmanna. Og er svo yfirleitt um þjóðern-
ismun þar í landi, sem orðinn er svo margþættur, sem
marka má af þeirri staðreynd, að töluð eru þar um 150
mismunandi tungumál og mállýzkur.
Aðalsundrungin er innan vébanda Hindúakynstofnsins,
iog á rætur sínar að rekja til 11. aldar e. Kr. b. Réðust
þá Múhameðstrúarmenn inn í landið og brutu það undir
sig norðan til; snerist þá meginið af landslýðnum á stór-
um svæðum í norðri og vestri til trúar þeirra. Eru þeir