Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 16
100 INDLAND OG INDVERJAR [Jörð
nú yfir 60 milj., sem játa Múkamebstrú; og hefir jafnan
og, hvarvetna fylgt trúarbrögðum þeim ofstæki, enda full-
komið hatur milli indverskra múhameðsmanna og hinna,
sem aðhyllast Hindúatrúna. Er svo komið, að hindúi
táknar nú orðið miklu fremur mann með þá trú, af hvaða
kynstofni sem er, heldur en mann af hindúakyni. Er það
eitt margra dæma, sem sýna ljóst, hverjar andstæður eru
efst á baugi í landi þar. Milli Hindúa og Múhameðstrúar-
manna hefir lítil sem engin samvinna átt sér stað; enda
kvað Englendingar hafa kunnað að nota sér það, sam-
kvæmt reglunni fornu »deildu og drottnaðu«.1)
Um þær tvær höfuðorsakir til kyrrstöðu og neyðar ind-
versks þjóðlífs, sem nú hefir verið vikið stuttlega að,
munu flestir víðsýnir Indverjar sammála. í augum er-
lendra manna er þó ótalin dýpsta orsökin, sem þeir telja,
að liggi í þjóðfélagskerfum og félagslegum venjum lands-
manna, að ekki sé lengra rakið. Má í því sambandi geta
þess, sem alkunna er, að þjóðir með Múhameðstrú hafa
ekki getað fylgst með í menningarlegum og þjóðhagsleg-
um framförum seinni alda, hvað svo sem verða kann í
framtíðinni. Hefir hinn danski rithöfundur og ferðalang-
ur Áge Meyer Benedictsen heitinn, skrifað um það í
Prestafélagsritið ritgerð, er virðist skýra efnið af réttum
og skörpum skilningi. — Um hitt munar þó meira, að
Hindúatrúarbrögðin eru jafnvel enn erviðari hverskyns
félagslegu frelsi og hagrænum framförum en Múhameðs-
trúin. Er þar fyrst að telja stéttashiftmguna, sem þau
kveða á um og er með svo einstrengingslegum hætti, að
allt sem þekkist með öðrum menningarþjóðum í þeirri
grein, er sem hugarburður einn hjá því. Eru stéttir tald-
ar um 2400, og verður hver að vera í þeirri stétt, sem
hann er borinn til; og það enda þótt skækju- sé eða þjófa-
stétt. Eru að vísu, sem fyr er á drepið, rúmar 60 milj.
manna taldar fyrir neðan allar hellur eða stéttleysingjar
(»paría« o. fl.); og jná vera, að fyrnefndar »stéttir«,
i) »Dívíde et impera«, orðtak Rómverja til forna, en mun að upp-
runa til grískt.