Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 17
jörð] INDLAND OG INDVERJAR 101
helgaðar eymdinni, séu úr þeim dapurlega grúa. Hafa
stéttirnar, til þess að gera, mjög takmörkuð mök hver
við aðra; einkum eru í margvíslegustu efnum sett milli-
gerð á milli æðstu stéttanna, prestaættanna (»brahman-
anna«) og riddaranna (þar á meðal hinar fjölmörgu kon-
unga- og jarlaættir) annars vegar og alls þorra manna
hins vegar.
Auk stéttaskiftingarinnar er helzt að nefna tvö 'önnur
atriði félagsmála, sem mikið böl er talið að hafa stafað
af í Indlandi. Er annað niðiirlæging og kúgun kvenþjóð-
arinnar; en hitt sá siður, sem þessu er tengdur, að gifta
meyjar á barnsaldri.
Enn má telja í þessu sambandi umburðarleysi í trú-
arefnum, sem jafnt meðal Hindúa sem Múhameðstrúar-
manna lýsir sér í því, að fram að þessu hefir hver trú-
skiftingur verið gerður rækur úr öllu félagslífi fyrri trú-
bræðra sinna, útskúfaður af frændum og vinum, — ef
ekki dauðamaður.
Um skaðsemi alls þessa eru víðsýnir Indverjar talsvert
sammála annara þjóða mönnum; það jafnvel þeir, sem
áhugasamastir eru þjóðernissinnar. Kristnir menn,
kunnugir þar í landi, leggjast þó enn dýpra eftir orsök-
um, er þeir telja liggja í eðlismeinsemdum og ávöntunum
trúarbragðanna, sem þó eru að mörgu einhver hin merki-
legustu í trúarbragðasögunni, þ. e.a. s. Hindúatrúin. Verður
eðlilega ekki farið nánar út í það hér að leita eftir orsökum
bölva hins indverska þjóðlífs, en vísa viljum vér um það
efni til bókarinnar »Kristur á vegum Indlands*1) eftir
ameríska trúboðann Stanley Jones (frb. stanlei dsjons),
sem nú er frægastur trúboða og alþýðlegra rithöfunda
um fagnaðarerindið. Er ætlun vor að birta þýðingu bók-
ar þessarar allrar í »Jörð«, ef oss auðnast; og hefst með
þessu hefti.
HIT T viljum vér endurtaka og leggja áherzlu á í
lokin, að hér er um að ræða
i) Christ of the Indian Road« (frb. krtest qvv ðí indían ród).