Jörð - 01.12.1931, Page 18
102
INDLAND OG INDVERJAR
[Jörð
rúmlega 300 miljónir manna; þ. e. a. s. hér um bil eins
margt og býr í allri Norðurálfunni utan Ráðstjórnar-
Rússlands,
sem eiga (álíka og Kínverjar) langelzta sögu og bók-
menntir þjóða þeirra, sem nú eru við líði;
eiga langelzt trúarbrögð, sem að ýmsu, ásamt bók-
menntunum, sem við þau eru knýttar, skara langt fram
úr flestu á því sviði, sem mannkynið hefir framleitt;
að »þjóð« þessi á fjölmennar yfirstéttir, sem frá ó-
munatíð eru gagnmenntaðar; en þó
eins og fjötraður sé hver hennar liður gagnvart félags-
legu frelsi og hagnýtum framförum; og
allur þorri þessara 300 milj-óna manna hinnar merk-
ustu þjóðar í hinu bezta landi hnepptur í svo mikla ör-
birgð, að
fólkið hrynur á nokkurra ára fresti niður af sulti; auk
þess sem
drepsóttir grysja landslýðinn svo að segja í sífellu; og
auk þess að
eiturkvikindi og rándýr drepa þar árlega jafnmarga
og alla íbúa Islands;
en fáfræði er þar svo mikil, að ekki er 10. hver maður
læs;
að ekki sé talin fram önnur eymd, er fátækt og fáfræði
fylgir;
— enda þjóðlífið reyrt og bundið á hæl og hnakka af
fullkomnu ógrynni siðakerfa og þjóðsiða, er minna helzt
á Faríseadóminn, sem lýst er í guðspjöllunum;
og fullur fjandskapur innanlands milli þeirra tveggja
trúfélaga sem langflestir landsmenn lúta;
en dugmesta yfirgangsþjóð í heimi notar sér erviðleika
þjóðarinnar, til að drottna yfir henni; fyrst og fremst í
eigingjömum tilgangi.
Hvílíkir eldlegir kraftar hljóta að brjótast um í barmi
þessa goðumborna, óvíga risa meðal þjóðanna!
Hvílíkar vonir hljóta að bærast í brjósti allra víð-
sýnna manna, indverskra sem útlenzkra um hlutverk
þjóðar þessarar í menningu framtíðarinnar!