Jörð - 01.12.1931, Side 19
Jörð] INDLAND OG INDVERJAR 103
f hvers hlut mun sú gifta falla að endui'leysa Indland?
Hvort hinna þjóðlegu trúarbragða, endurskírðra ?
Eða Krists?
Eða hinnar guðlausu menningarhyggju, sem á síðustu
árum siglir hraðbyri til vegs og valda víðsvegar — í líki
»kommúnisma«, »fascisma«, auðvalds og annarar efnis-
liyggju; hinnar guðlausu menningarhyggju, sem þegar
er tekin að loga um Indland, og á þar enda fyrir nokkuð
sérstakan viðurtækileika i sjálfum trúarbrögðunum ?
Allir þessir drottnar eru að verki til að ávinna hjarta
Indlands og traust; eins og þeir, a. m. k. tveir hinir síð-
asttöldu keppa um ástir mannkynsms gervalls. Að því er
snertir hið síðartalda og meira, verður vitanlega engu
spáð um leikslok frá almennu sjónarmiði. Og þó að með
nokkrum rétti megi segja, að Indland muni í þeim efnum
deila örlögum með heild mannkynsins, þá segir oss svo
hugur um, að Indland verði, »mannlega talað«, eitthvert
þyngsta lóðið á metaskálunum þeim.
í N Æ S T A hefti »Jarðar« kemur væntanlega seinni
hluti ritgerðar þessarar. Verður þar fyrst rakin stutt-
lega saga þjóðarinnar, trúarbragða hennar og bókmennta.
Þá skýrt lítillega frá stjórnarfarinu, eins og það nú er.
Þá veitt stutt yfirlit héraða og borga. Og seinast nokkur
orð um hina mögnuðu þjóðernishreyfingu síðustu ára og
síðustu viðskifti Indverja við yfirdrottnarana í Englandi.
AUGLÝSENDUR,
ER SAMÚÐ hafið með »Jörð«; hafið ehhi af henni þami
stuðning, er felst i miglýsingwm. Athugið, að enginn ein-
stakur verður beðinn um auglýsingar. Auglýsið því
óbeðnir í »Jörð«, og þér skuluð sanna til, að eftir orðum
yðar til aUnennings verður tekið.