Jörð - 01.12.1931, Síða 20
104
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[ Jörö
Kristur á vegum Indlands.
Eftir E. Stanley Jones.
Halklór Kolbeins, sóknarprestur að Stað í Súgandafirði, þýddi úr
Ensku með leyfi höfundar.
Formdli 6. útgáfu.
Ýmsir lesenda minna hafa gjört þá athugasemd, að
í bók þessa vanti ýmis þau atriði, sem lesa má um í flest-
um trúboðsbókum. Hvar eru ekkjur á barnsaldri, spyrja
þeir, hvað er orðið af stéttaskiftingunni og hvar eru hin-
ar 6 miljónir Sadúa, sem eru á sífeldu ferðalagi um Ind-
land? Er hinn skelfilegi þekkingarskortur úr sögunni?
(93 af hundraði eru ólæsir). Eru skuggahliðar lífsins á
Indlandi, sem vér höfum heyrt svo mikið um hingað til,
horfnar? Fjarri fer því, þetta er allt á Indlandi, en hins-
vegar hefi eg ekki minnst á það og það af þrem ástæðum.
Hin fyrsta er sú, að mér virðist, að það hafi með réttu
sært Indverja, að kristnir trúboðar hafa allt of oft lagt
áherzlu á skuggahliðarnar í þeim tilgangi, að vekja vest-
urlandabúa til trúboðsstarfs. Það, sem þeir hafa sagt, er
satt, en þrátt fyrir það hafa þeir ekki gefið rétta mynd
af lífi Indverja. Og þessi of ríka áherzla á aðra hlið máls-
ins hefir eigi sjaldan vakið annaðhvort meðaumkun eða
lítilsvirðingu í hugum áheyrendanna. Árangurinn hefir
svo orðið hugmynd um yfirburði, en slík kennd er ekki hið
rétta sjónarmið trúboðsstarfsemi.
Austurlandabúar, sem skýra frá ferðum sínum í Amer-
íku, geta gefið mjög skuggalega mynd af menningu vorri
með því, að leggja áherzlu á sérstakar staðreyndir, svo
sem útlit fátækrahverfa borga vorra, aftökur án dóms og
laga, hnefaréttinn, hinn mikla fjölda hjónaskilnaða,
skýrslur um glæpi, sem eiga engar hliðstæður í neinum
öðrum borgum heimsins, o. s. frv. Þetta hafa þeir líka
gjört í raun og veru. Og sem Ameríkumenn höfum vér