Jörð - 01.12.1931, Page 23
JÖrð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 107
undur þessarar bókar, verður að bæta þriðja atriðinu við,
sem sé, hvað hann hefir lært. Það mun ekki verða skýrt
frá því fyrst og fremst, hvað gjört hefir verið af honum,
heldur hinu, hvað hefir verið gjört fyrir hann.
Ég mun, að vísu ef til vill óafvitandi, bera þess vitni í
allri bókinni, hvernig ég, við það að prédika fyrir Ind-
verjum, var leiddur þannig, að starf mitt og boðskapur
og trú — og, ég þori að segja líf mitt allt, hefir orðið ein-
íaldara. Fyrir skömmu síðan sagði einn vinur, er ég hafði
lokið fyrirlestri: »Sennilega hefir hann gjört Indlandi
eitthvað gott, en Indland hefir líka sannarlega gjört tölu-
vert fyrir hann«. Það er áreiðanlega rétt: Indland hefir
gjört mikið fyrir mig. Og er ég hefi verið að reyna að
veita Indlandi hlut í þeirri gjöf, sem ég hefi öðlazt, þá
hefi ég komizt að raun um, að ég hefi haft minna að
gefa, en ég bjóst við — og meira þó.
Ég hugði að starf mitt yrði margbrotnara, en ég nú sé
að það er. Það er ekki auðveldara en ég hugði, en það er
óbrotnara. Fyrst eftir að ég kom til Indlands reyndi ég að
verja langa víggirðingu, sem náði alla leið frá 1. Móse-
bók til Opinberunarbókarinnar og lengra: til vestrænn-
ar menningar og vestrænnar kristinnar kirkju. Ég sá
sjálfan mig þjóta fram og aftur eftir víggirðingunni
og berjast að baki Móse og Davíð og Jesú og Páli og
vestrænni menningu og kristinni kirkju. Ég var útþvæld-
ur. • Ég hafði ekkert fastmarkað sjónarmið. Ég komst
að raun um, að mér var nær óhjákvæmilegt að taka sjón-
armið frá einum af þessum þrem stöðum: Gamla Testa-
mentinu, vestrænni menningu eða Kristinni Kirkju. Ég
hafði óljósa, en ósjálfráða tilfinningu um það, að merg-
urinn málsins kæmi ekki fram. En svo rann það upp
fyrir mér, að ég gat og mér bar að stytta sóknarsviðið, að
ég gat tekið mér stöðu hjá Kristi og neitað að vita nokk-
uð, gegn þessum ókristna heimi, nema Jesúm Krist og
hann krossfestan. Þegar ég fann mig allstaðar hrakinn,
leitaði ég vígis í hinum eina óhulta stað. Og er ég hafði
gjört það, sá ég, að ég var nú þar, sem ég hefði átt að
gtanda frá upphafi. Ég sá, að fagnaðarerindið var fólgið
8*