Jörð - 01.12.1931, Page 24
108 KRISTUR Á VEGUM INULANUS [Jörð
í persónu Jesú, að hann sjálfur er gleðiboðskapurinn, að
mitt einasta hlutverk var að vera fulltrúi hans og opin-
bera hann í lífi mínu. Hlutverk mitt varð einfaldara.
En það varð ekki aðeins einfaldara, það varð lífrænna.
Ég komst að raun um, að er ég hélt mig að Jesú, þá var
ég á hverju augnabliki mitt í hræringum lífsins. Á þeim
stað hlutu allar spurningar í himni og á jörðu úrlausn.
Hann var hin eina spurning, sem leysti' úr öllum hinum.
Ég trúði enn á Gamla Testamentið, sem hina æðstu opin-
berun, sem Guð hafði gefið heiminum fyrir komu Jesú;
ég tamdi mér að sækja þangað næringu fyrir hið
innra líf, eins og Jesús gjörði. En sjónarmiðið var
breytt. Á einum af fundum mínum stóð upp lögfræð-
ingur einn af flokki Jaína,1) maður, sem hafði ritað snjalt
gegn Kristindóminum; hann bar fram fyrir mig langa
röð af spurningum um atriði í Gamla Testamentinu. Svar
mitt var: »Bróðir minn, ég hygg að ég geti svarað spurn-
ingum yðar, en ég finn ekki hvöt hjá mér til þess að
gjöra það. Ég skilgreindi Kristindóminn sem Krist; ef þér
hafið einhverjar mótbárur gegn honum, er ég fús til að
hlýða á þær og svara þeim, ef ég get«. Hann svaraði:
»Hver gaf yður valdið til þess að gjöra þessa skilgrein-
ingu? Hvaða kirkjuþing gaf yður þetta vald?« Ég svar-
aði, að minn eiginn meistari hefði gefið mér það, —
að ég væri ekki fylgjandi neins kirkjuþings, en reyndi að
fylgja honum, og hann hefði sjálfur sagt: »Þér hafið
heyrt, að sagt var við forfeðurna... en ég segi yður«,
svo að ég blátt áfram fylgdi leiðsögn hans, því að hann
gæfi orði sínu úrskurðarvald, meira að segja, innan Ritn-
ingarinnar. Með þessu móti kom ég vettvanginum frá
hinu ófullkomna opinberunarstigi til hins endanlega, til
Jesú. Opinberunin hefir farið þróunarbraut og náð há-
marki í honum. Af hverju hefði ég þá átt. að hasla völl-
inn á ófullkomnara stigi, þegar hið fullkomna var hér
í honum. Vinur minn, lögfræðingurinn, sá sér til skelf-
i) Jalvatrú (frb. dsjaína) eru trúarbrögð ekki ósvipuð Búddhatrú
og öllu eldri.