Jörð - 01.12.1931, Page 25
Jcírð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 109
i'ngar, að töluvert af bókum þeim, sem hann hafði
skrifað móti Kristindóminum, urðu að hjómi andspænis
skilgreiningu minni. Þær voru utan á þekju. En það
var ekki hægt að áfella lögfræðinginn fyrir það. Höfðum
vér ekki mörgum sinnum með ritum vorum og framkomu
vorri gefið honum ástæðu til þess að ætla, að sjónarmið
vort væri í raun og veru það, sem hann hugði vera.
Misskilningur sá, er hér um ræðir, er í raun og veru
sömu tegundar og misskilningur Péturs, sem rödd Föð-
urins og það að sjá ummyndunina á fjallinu rýmdi burt.,
Á ummyndunarfjallinu talaði Móse, fulltrúi lögmálsins og
Elía, fulltrúi spámannanna, við Jesúm, hina nýju opin-
berun. Hið gyðinglega hjarta Péturs vildi halda þeim öll-
um þrem og meta þá alla jafna, — hann vildi reisa handa
þeim þrjár .tjaldbúðir. Rödd úr skýinu sagði: »Þessi er
minn elskaði sonur. Hlýðið á hann« — lögin og spá-
mennirnir hafa uppfyllst í honum; hlýðið á hann. Og er
þeir lyftu upp augum sínum sáu þeir engan, nema Jesúm
einan. Hann fyllti sjóndeildarhring þeirra allan. Svo
skyldi og um oss.
Og, höfum vér ekki mörgum sinnum á liðinni tíð komið
Indlandi og ókristna heiminum yfirleitt til þess að hyggja,
að sú menningartegund, sem ríkir á Vesturlöndum, sé
mergurinn málsins. Var það ekki oft svo, fyrir hina miklu
styrjöld, að menn prédikuðu um mikilleika Vesturlanda
sem ástæðu fyrir Austurlönd til þess að taka kristni.
Þetta var röng braut, leiddi oss í margan vandann og
knúði oss til óteljandi afsakana og útskýringa.
Engin er það furða, að Indland er á báðum áttum um
menningu vora, sem er svo mikil og fögur í ýmsum efn-
um, en þróttlaus og ljót í öðru. Ýmis afskifti Vesturlanda
af Austurlöndum hafa verið mótuð af fagurri sjálfsfórn
og kærleiksríkri þjónustu, önnur hafa verið viðurstyggi-
leg og ókristileg. En þegar þess er minnst, á hvern veg
kristni var útbreidd víða í Evrópu, þá verður það skilj-
aidegt, hvers vegna vér erum ekki kristnari hér á Vest-
urlöndum en raun ber vitni um. Margt það böl, sem þjáir
nú Vesturlönd, komst í för með Kristindóminum þegar í