Jörð - 01.12.1931, Síða 26
310 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
upphafi. Satt er það, að margir þeir, er fyrstir boðuðu
Evrópuþjóðum kristni, voru menn óvenjulega heilags
lundernis og sjálfsfórnar, en Kristindómurinn var samt
ekki æfinlega útbreiddur með heilagleika og sjálfsfórn.
Tökum þrjú dæmi, sem geta sýnt, hvers vegna þrjú
mikilvæg ókristileg einkenni eru samloðandi menningu
vorri.
Allt Rússland varð kristið með Vladimír keisara. Hann
vildi verða kristinn, en frestaði því vegna þess, að hann,
hroka vegna, vildi ekki taka skírn af innlendum prestum,
Hann vildi, að patríarkinn1) í Konstantínópel fram-
kvæmdi athöfnina, — þá mundi henni fylgja sú virðing,
sem hann taldi sér hæfa. En að biðja patríarkinn að
koma og skíra sig, taldi keisarinn vera að þiggja gjöf úr
annars hendi. Honum varð ljóst, að eina leiðin, sem hann
gat talið samboðna virðingu sinni, var að hann legði Kon-
stantínópel undir sig og neyddi patríarkinn til þess að
skíi-a sig; með því móti gæfi hann sér. sjálfur. Og þetta
gekk allt eftir. Konstantínópel var tekinn herskildi og
patríarkinn neyddur til þess að skíra keisarann. Þannig
varð Rússland kristið. Er það að furða að valdasýkin rík-
ir enn í Vesturlöndum, þrátt fyrir Kristindóminn? Hún
komst í för með honum þegar í upphafi.
Annað dæmi. Saxarnir, herskár þjóðflokkur í Evrópu,
voru eiginlega neyddir af Karlamagnúsi til þess að taka
kristni. Þeir létu það eftir, en með einu skilyrði, og skyldi'
það ekki verða kunnugt fyrri en á þeirri stundu, er þeir
skírðust. Þegar hermönnum þessum var difið niður í
vatnið til tákns um, að þeirra gamla líf væri dáið, þá létu
þeir kaffærast að öllu nerna hægri handleggnum. Honum
héldu þeir upp úr, upp yfir höfuðið. Það var sá handlegg-
ur, sem þeir börðust með. Hann varð aldrei kristinn. Er
hægt að undrast það, að styrjaldw halda áfram á Vestur-
löndum, þrátt fyrir Kristindóminn. Þær komust í för með
honum þegar í upphafi.
O Patrícvrkar (höfuðbiskupar) voru fimm í fornkirkjunni. Var
páfinn einn þeirra. Grísk-kaþólska kirkjan hefir ha-ldið fast við
patríarkana fram á þenna dag.