Jörð - 01.12.1931, Side 28
112 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
sér hana sennilega í ríkara mæli, en ef vér leggjum meg-
ináherzluna á hana.
En hugsæi Indverjans, sem gagnrýnir oft skjótt og af
mikilli nákvæmni, hefir náð lengra. Hann er í þann veg-
inn að gjöra furðulega og merka uppgötvun, sem sé þá,
að Kristindómurinn og Jesús eru ekki hið sama, — að
Indverjar geta fengið Jesúm án þess kenningarkerfis,
sem reist hefir verið umhverfis hann á Vesturlöndum.
Einn ágætur fyrirlesari sem er nýkominn frá Indlandi,
segir, að sú uppgötvun Indverja, að það er munur á Krist-
indóminum og Jesú, hljóti að teljast ein hin allra mikil-
vægasta uppgötvun.
Að vísu má segja, að hugmyndin um þenna mun sé ekki
ný, hún hafi komið fram áður. En það, sem nýtt er, er
það, að svo að segja heil þjóð veitir þessum mun athygli,
áður en hún hefir veitt Kristindóminum móttöku og virð-
ist hafa hneigð til þess að breyta samkvæmt þessari upp-
götvun sinni. Það hefir stórmikla þýðingu fyrir Indland
og alla veröldina, að stórþjóð, sem gædd er undraverðum
andlegum hæfileikum sér það, vegna afbragðs glöggsýni,
að Kristur er þungamiðja Kristindómsins og að það, að
fela sig honum alveg á vald og að öðlast hans hugarfar og
hans anda og lifa hans lífi, er að vera kristinn. Skilning-
ur þessi er eftirtektarverð bending um framþróunarmátt-
ugleika trúarbragða mannkynsins.
Er ég lít á málið í heild sinni getur mér ekki annað en
komið til hugar, hvort stjórn forsjónarinnar komi ekki
fram í því, að Indland sem þjóðarheild tekur ekki kristni
áður en þessi uppgötvun er orðin rótfest í þjóðarvitund-
inni. Ef þjóðin hefði látið kristnast áður en hún öðlaðist
þenna skilning, myndi Kristindómur hennar hafa orðið
dauf eftirlíking af Kristindómi vorum og þjáðst af sömu
brestum sem hann. En það, að þessi skilningur vaknar
áður en kristni er tekin, getur orðið til þess, að sá
þjóðflokkur, sem er gæddur mestum andlegum máttug-
leikum, taki Krist sem Kristindóm sinn, leggi áherzlu á
að Kristur er Kristindómurinn sanni, endurveki horfinn
ljóma fyrstu tíma Kristninnar, þegar hann var þunga-