Jörð - 01.12.1931, Side 30
114 KRISTUR A VEGUM INDLANDS [Jörð
viðvék höfðum vér gjört sáralítið meðal þeirra. Vér höfð-
um hafizt handa þar, sem minnst mótstaða var fyrir og
hér um bil allt starf vort var meðal lágstéttanna.
Jafnframt mínu eiginlega starfi hafði ég komið á fót
biblíu- og námsflokki í indversku klúbbhúsi, þar sem máls-
metandi Hindúar og Múhameðstrúarmenn áttu samfundi.
Það var venja vor, er vér komum frá tennisleik á kvöld-
in að sitja saman þar til myrkrið féll á og lesa Nýja
Testamentið og ræða andleg efni. Dag nokkurn spurði
einn merkur stjórnarembættismaður, sem var Hindúi:
»Hversu lengi hefir trúboðsstarfsemin átt stöð hér í bæn-
um?« Ég svaraði: »Hér um bil í 50 ár«. Hann spurði all-
hvasst: »Hversvegna hafið þér þá farið einungis til lág-
stéttanna? Hvers vegna hafið þér ekki komið til vor?« Ég
svaraði, að ég gjörði ráð fyrir, að það væri vegna þess að
vér héldum, að þeir óskuðu ekki eftir oss. Hann svaraði:
»Það er misskilningur. Vér óskum eftir yður, ef þér
komið með réttu aðferðinnk. Síðan hefi ég hér um bil
hverja stund æfi minnar _ verið í ákafri leit eftir hinni'
réttu aðferð. Ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að rétta
aðferðin er einmitt að vera kristinn og taka óttalaust öll-
um afleiðingunum af því.
En hver var hæfur til þessa? Því að það var hið sama
sem að taka sér stöð mitt í öllum þeim hugarstraumum og
þjóðernishreyfingum, sem flæddu yfir Indland og túlka
Krist eftir kröfum allra aðstæðna. Mig tók það sárt, að
vera mér meðvitandi, að éjg var ekki búinn vitsmunaþreki
til þess. Mig tók enn sárara, að vera mér meðvitandi, að
ég var ekki nægilega kristinn til að gjöra það, sem að-
stæðurnar kröfðust. Og það, sem fremur öllu dró úr mér
kjark, var að ég var líkamlega heilsubilaður.
Erfitt starf hin átta ár hafði haft í för með sér ör-
mögnun tauga og heilaþreytu, svo að ég varð magnþrota
og sjúkur nokkurum sinnum á Indlandi áður en ég fékk
heimfararleyfi og ferðaðist þaðan. Um borð í skipinu
fékk ég aðsvif meðan ég talaði í sunnudagsguðsþjón-
ustu. Ég tók mér árshvíld í Ameríku. Á leiðinni til Ind-
lands aftur hélt ég trúboðsfundi með stúdentum á Manilla