Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 32
ÍIC KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
Nú kom að þeirri spurningu, hvort ég ætti að skýra
írá þessu. Mér hraus hugur við því, en ég fann samt, að
það var skylt, — og ég gjörði það. 0g er ég hafði
gjört það, þá var annaðhvort að fljóta eða sökkva fyrir
augum allra manna. En níu erfiðustu starfsár æl'i minn-
ar eru liðin síðan og gamli sjúkdómurinn hefir aldrel
g'jört vart við sig aftur og ég hefi aldrei haft slíka heiisu
sem eftir þetta. En breytingin, sem ég varð fyrir, var
meira en líkamleg. Það vár eins og ég hefði drukkið nýtt
líf fyrir líkama, sál og anda. Lífið var fyrir fullt og allt
á hærra sviði. Og ég hafði ekki gjört annað en veita því
viðtöku.
Nú gjöri ég ráð fyrir að það megi sundurgreina þessa
reynslu mína eftir sálarrannsóknaraðferðum og skýra
hana. Það skiftir engu. Lífið er meira en rannsóknarað-
ferðir og er þeim æðra. Kristur er orðinn mér líf.
Ég er í efa um það, að ég hefði haft hugrekki til þess,
hefði ég ekki öðlast þessa reynslu, að taka þeirri köllun,
að starfa meðal leiðtoganna í hugsun og lífi Indlands.
Það starf var of mikilfenglegt og of kröfuhart. En hér sá
ég hjálparlindirnar og þær hafa ekki brugðizt mér.
Nú vil ég segja nokkur orð um aðferðina til þess
að nálgast Indverja. Það voru tvær eða þrjár trúboðs-
aðferðir, sem tíðkuðust á þeim tíma: 1) Gamla aðferðin,
að ráðast á veikar hliðar annara trúarbragða og reyna
að reisa sín eigin trúarbrögð á rústum hinna. 2) Aðferð
doktors Farquhards,, sem sé að sýna fram á, hvernig
Kristindómurinn er fullkomnun gömlu trúarbragðanna,
— stórmikil umbót á eldri aðferðinni, 3) Sú aðferð, að
byrja á almennu efni, sem allir hafa áhuga á og enda
með kristilegum boðskap og skírskotun til áheyrenda.
Ég fann það ósjálfrátt, að til þess að nálgast Indverja
hlaut að vera til betri aðferð en nokkur þessara þriggja.
Og ég sé nú, hvernig ég var að þreifa mig áfram eftir
slikri aðferð. Fyrir framan mig liggur athugasemd, sem
ég skrifaði fyrir átta árum til þess að gjöra grein fyrir
ýmsum megineglum, sem ég áleit, að vér ættum að fylgja.
1) Vertu algjörlega hreinskilinn. — Það mega ekki eiga