Jörð - 01.12.1931, Page 33
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 117
sér stað nein látalæti eða tilraunir til þess að fela skoðun
sína eða tilgang með því að tala um hluti, sem koma ekki
málinu við. Tilheyrendurnir verða að vita nákvæmlega
rétt, hvað þeir koma að hlusta á. 2) Auglýstu fyrirfram,
að ekki muni verða ráðizt á trúarbrögð neins. Sé nokkur
árás í því, sem sagt er, þá verður hún að felast í órækri
lýsingu á Kristi. Árásin verður að vera hann sjálfur.
Það mun þá venjulega reynast svo, að þessi tegund árásar
er tvíeggjað sverð — skeinuhætt oss kristnum mönnum
ekki síður en ókristnum. Kristur á að vera dómari
beggja aðilja. Þetta miðar að því, að forða oss frá því
að falla fyrir þeirri freistingu, sem veldur svo miklu
tjóni í kristilegu starfi, þeirri freistingu að finna til eða
láta bera á eigin ágæti. 3) Leyf áheyrendum að bera fram
spurningar í fundarlokin; svaraðu hverri spurningu
eftir þeirri merkingu, sem hún hefir hjá þeim er bera
hana fram og reyndu ekki að hliðra þér hjá neinum erfið-
leikum. 4) Fáðu ókristna leiðtoga borgarinnar, sem fund-
irnir eru haldnir í, til þess að vera fundarstjóra á fund-
um vorum. 5) Kristindómurinn verður að skilgreinast
sem Kristur, ekki Gamla Testamentið, ekki vestræn
menning, meira að segja ekki kenningarkerfið, sem hefir
verið reist um hann á Vesturlöndum, heldur Kristur sjálf-
ur; og það að vera kristinn er að fylgja honum. 6) Krist
verður að túlka með skírskotun til kristinnar reynslu
fremur en með eintómum röksemdafærslum.
Þetta er skrifað fyrir átta árum. Og þegar ég horfi nú
til baka, þá sé ég að síðan hefir oss miðað áfram í tveim
mjög mikilvægum atriðum: 1) Ég hefi sleppt orðinu
Ivristindómur úr auglýsingum mínum (það orð er ekki til
í ritningunni, eða er það?), því að það hafði merkingu,
sem olli misskilningi. í stað orðsins Kristindómur hefi ég
notað nafn Krists í auglýsingunum og í ræðum mínum.
Annars varð ég stöðugt að vera að skýra, að ég ætti við
Krist, er ég sagði Kristindómur. 2) Kristur verður að
koma fram í indverskri umgjörð. Það verður að vera
Kristur hins indverska vegar, sem vér boðum. Ég sá það,
að engri hreyfingu, sem kemur í bága við vaxandi þjóð-