Jörð - 01.12.1931, Side 34
118 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
ernistilfinningu Indlands gat miðað áfram í Indlandi og
ég sá það, að Kristindómurinn virtist einmitt koma í bága
við þjóðernistilfinninguna og að það var þess vegna, sem
honum miðaði ekki áfram, — að minnsta kosti meðal
þeirra stétta, sem höfðu þjóðernismeðvitund. Málsmet-
andi þjóðernissinni sagði við mig: »Mér stendur ekki
beigur af Kristindóminum sjálfum, en mér stendur
beigur af því, sem á sér stað í raun og veru. Hver og einn,
sem tekur kristni, er tapaður þjóðernismálinu«. Það er
ekki að undra það, að þessi maður var tortrygginn gegn
Kristindóminum. Svo að Kristindóminum miði áfram, má
hann ekki standa við hlið yfirdrottnarans, né vera háður
stjórninni og hafa hana að bakhjarli. Hann verður að
standa með þjóðinni. Hann verður að starfa í samræmi
við þjóðleg sérkenni og ekki gegn þeim. Það má ekki
virðast eins og Kristur sé forvígismaður frá Vesturlönd-
um, sem berst fyrir yfirstjórn hvítra manna, heldur á það
að vera ljóst, að hann er bróðír mannanna. Vér viljum
bjóða þjóðernissinnann, þann mann, sem svarar í nútíð-
inni til Símonar vandlætara, velkominn í bræðralag vort
og fara líka í þessu að dæmi meistarans.
Um þann anda og það form, sem á að móta framsetn-
ingu boðskaparins, er það að segja, að vér hljótum að
álíta, að það myndi hafa stórmikla þýðingu að minnast
að staðaldri skarplegra ummæla eftir Tagore. Hann seg-
ir: »Þegar trúboðar flytja sannleiksboðskap sinn til
annars lands, mun boðskap þeirra ekki verða veitt við-
taka og á heldur ekki að veita honum viðtöku, nema
að þeir flytji hann í formi þegnhollustunnar. Aðferðin
við að bera fram boðskapinn má í alls engu vera í ósam-
ræmi við ættjarðarást og sjálfsvirðingu«. Ég hefi
öðlast sterka tilfinningu um það, að vér sem kom-
um úr öðru landi eigum, þó að oss skorti ytri merki um
það, að hafa innri tilfinningu fyrir því, að vér séum kjör-
synir Indlands og að vér eigum að flytja hinu nýja föður-
landi voru boðskapinn sem þegnhollustu. Virðing á að ein-
kenna alla framkomu vora. Indland á að vera heimkynni