Jörð - 01.12.1931, Page 35
Jcirð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 119
vort, framtíð þess framtíð vor og vér þjónar þess fyrir
sakir Jesú.
Vér höfum þá rakið hugarferil vorn svo langt, að það
er ljóst, að boðskapur vor til Indlands á að vera Kristur
liins indverska vegar, í fyllstu merkingu, sem oss er unnt
að leggja í orðin.
Doktor Gilkey, amerískur prófessor, sem er nýkominn
heim úr miklu fyrirlestraferðalagi í Indlandi, staðfestir
það eftirtakanlega að þetta, að miða allt við persónu
Jesú, er rétta kristniboðsaðferðin. Er hann hafði ráðfært
sig við fjölda manna, — og naut ég þess heiðurs að vera
einn þeirra, — valdi hann að efni fyrirlestra sinna
persónuleika Jesú. Að velja slíkt efni var í sjálfu sér
áhætta. Einn helzti kristinn skólaforstöðumaður í Ind-
landi sagði við doktor Gilkey: »Ef þér hefðuð valið þetta
efni fyrir einum fimm eða jafnvel þrem árum síðan, þá
munduð þér ekki hafa fengið neina áheyrendur. Ég er
jafnundrandi eins og þér yfir þessum áhuga, sem hefir
vaknað svo skyndilega og yfir þessari miklu aðsókn.
Helzti hugsuður Indlands í þjóðfélagsmálum sagði
i blaði sínu út af fyrirlestrahaldi doktors Gilkeys:
»Prófessorinn hefði ekki getað valið það efni, sem Ind-
land nútímans hefir fremur lifandi áhuga á en einmitt
þetta efni: persónuleiki Jesú«. Mér var það gleði að kom-
ast að raun um, að mín eigin reynsla var staðfest af
reynslu annara.
Til skamms tima hefir það verið framúrskarandi erfitt
að fá ókristna menn til þess að hlýða á kristilega fyrir-
lestra, af hvaða tagi sem þeir voru. En í borg nokkurri
undirskrifuðu helzti Hindúinn, dómari múhameðstrúar og
kristinn trúboði þær auglýsingar, sem sendar voru um,
til þess að bjóða til fundanna. Það var mér þá algjör
nýjung, að fá þá til þess að gjöra þetta. Reyndur trúboði
sagði við mig eftir einn af fundunum: »Ég hefði ekki lagt
trúnað á það, ef þér hefðuð sagt það við mig fyrir viku
síðan, að leiðandi menn þessarar borgar væru fúsir til
að sitja kvöld eftir kvöld og hlusta á hið hreinasta fagn-
aðarerindi, sem hægt er að flytja þeim, pg óska eftir