Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 36
120 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jövð
framhaldi. En þó er það nú einmitt þetta, sem þeir eru
nú að gjöra«. Ég hefi komizt að raun um það, að þeir
vilja hlusta, þegar »fagnaðarerindið« er Kristur, og drag-
ast, að, þegar honum er haldið á lofti.
Það er ekki ólíklegt að vér eigum eftir að uppgötva að
hreinn kristindómur gefur góðar sigurhorfur, að það, að
boða blátt áfram og einfaldlega Jesú, er bezta starfs-
aðferðin. Þetta er skoðun Páls, því að hann segir: »En
vér höfum sagt frá leyndum hlutum, sem menn blygðast
sín fyrir, framgöngum ekki með fláttskap né fölsum
Guðs orð, heldur mælum fram með oss við samvizku
hvers manns fyrir augliti Guðs með því að birta sann-
leikann.... því að ekki prédikum vér sjálfa oss heldur
(Jesúm Krist sem Drottin« (2. Kor. 4, 2—5). Hann lét
Jesú mæla með sér við samvizku hvers manns, því að
hann vissi, að Jesús hefir áhrif á sálina eins og ljós hefir
áhrif á augað, eins og sannleikur hæfir samvizkuna, eins
og fegurð talar til fegurðartilfinningarinnar. Því að
Kristur og sálin eru sköpuð hvort fyrir annað, og þegar
þau eru látin koma saman, talar djúp við djúp og sár
snerta sár.
Ummæli eins ókristins fundarstjóra sýna það, að hér
blasir sennilega við oss hin rétta leið til þess að nálgast
Indverja. Hann fann að við kristinn ræðumann, vegna
þess, að hann hafði reynt að komast að efninu smátt og
smátt. Hann sagði: »Um Guð getum vér talað sjálfir,
vér væntum þess að heyra yður tala um Krist«.
Það er oft vitnað til ræðu Páls í Aþenu sem dæmi þess,
hvernig trúboðsprédikun á að vera og þó er þessi ræða
eitt mesta mistak Páls. Honum heppnaðist ekki að stofna
söfnuð í.Aþenu. Mackintosh bendir áíliverju mistök hans
fólust, með þessum orðum: »Kristniboðið misheppnaðist
eða heppnaðist að sama skapi sem hinar nýju trúarstað-
reyndir, er felast í Jesú, voru viljandi faldar eða
boðaðar augljóslega. Tökum sem dæmi ræðu Páls í Aþenu.
Hún nefnir ýmis fögur sannindi, að Guð sé andi, Guð sé
ekki fjarlægur — í honum lifum, hrærumst og erum vér,
sköpun í stað óskapnaðar, forsjón í stað tilviljana, menn