Jörð - 01.12.1931, Page 37
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 121
einnar ættar í stað drambsamlegrar greiningar milli
Grikkja og barbara. En sérstakur kristinn boðskapur
kemur hvergi augljóslega fram í ræðunni. f Aþenu fellir
Páll krossinn úr boðskapnum og af því kemur það, að
honum mistekst þar í samanburði við annars, enda breyt-
ir hann þegar um, er hann kemur til Korinþuborgar.
Hann skrifar í iðrunarhug: »Ég ásetti mér að vita ekkert
á meðal yðar nema Jesú Krist og hann krossfestan«.
Fagnaðarerindið missti kraft sinn þar, sem það var
í gyðinglegum hversdagskenningum« (The Originality of
the Christian Message eftir Mackintosh).
En Hindúinn krefst þess og það með réttu að boðskap-
urinn sé ekki »skorpnaður Kristur«, svo að vér viðhöfum
orð stúdents nokkurs, sem var fulltrúi á alheimsþingi'
kristinna stúdenta í Peking. Boðskapurinn má ekki vera
Kristur hjúpaður líkklæðum löngu jarðaðra deila um
trúarsetningar, heldur Kristur eins hreinn og lifandi og
ófjötraður eins og sá Kristur, sem heilsaði Maríu við
tómu gröfina fyrsta páskadagsmorguninn.
Hindúi einn skýrir málið með eftirfarandi orðum:
»Vér höfum verið ófúsir þess, að veita Kristi móttöku I
hjörtu vor, en vér eigum ekki einir sök á því. Kristniboð-
arnir hafa sýnt oss Krist gjörsamlega falinn af kristin-
dómi þeirra. Allt til þessa hafa þeir fyrst og fremst gjört
sér far um það, að berjast gegn trúarlegum kenningum
vorum og þessvegna höfum vér búið oss til sjálfsvarnar.
Menn eru ekki dómbærir þegar þeir eru í herklæðum. Og
er vér höfum í bardagahuginum ætlað að koma högg-
um á kristna menn, höfum vér lostið Krist«. (The Goal
of India eftir Holland).
Vér hljótum líka að játa vorn hluta mistakanna og sjá
um það, að gefa Indlandi kost á því að taka afstöðu til
Krists án þess, að það sé skyggt á hann af oss.
Vinur minn einn átti tal við Bramana nokkum og Bra-
manin sneri sér að honum og sagði. »Mér er ekki um þann
Krist, sem þér hafið í trúarjátningum yðar og í kirkjum
yðar«. Vinur minn svaraði rólega: »Hvernig myndi þá
Kristur hins indverska vegar vera yður að skapi?« Bra-
9