Jörð - 01.12.1931, Side 40
Í24
í GAMLA DAGA
[Jörð
kunnugt er, breitt mjög og sumstaðar djúpt og sér
óglöggt til brota á því, einkum ef vindur er, og sjaldan
hægt að treysta brotum degi lengur; er sandur í botni og
þung ysja.
Þegar að Fljótinu kom í þetta sinn, var mikill vöxtur
í því; hafði hlýinda rigning verið undanfarna daga. Var
þó afráðið að leggja í það hestum en nota ekki ferju,
enda nokkuð langt að henni, þar sem komið var að, og
tekið að líða á daginn. Rigning var öðruhvoru um daginn,
lygnt veður og dimmt í lofti.
Þar sem lagt var að Fljótinu, hagaði þannig til, að
skammt framar voru holbakkar meðfram austurlandinu
og féll meginvatnið inn undir þá og hélt fram með þeim
æði-kafla, en sló sér frá þeim, er fjær dró.
»Heppni má það heita«, skrifar Sigurður þeim, er þetta
ritar, »að ég í það sinn hélt þeim vana að taka af mér
vettlingana, áður en lagt var í stór vötn«.
Var nú fyrst að ríða yfir þurra sandleiru og tvo
grunna ála, en þá tók við aðalvatnið og var eins og fjörð-
ur yfir að líta. Lagði leiðsögumaðurinn fyrstur út í að
vanda, en Fljótshverfingarnir námu staðar á lítilli vatns-
eyri fast við vatnið, að sjá hvernig honum reiddi af.
Þetta athugaði pósturinn ekki, heldur hélt tafarlaust út
í á eftir honum með hesta sína. Svo var þarna aðdjúpt,
að áður en varði voru þeir komnir á sund með alla hest-
ana, en sneru þegar við, en straumurinn bar þá fram
fyrir eyrina, og komust þó til sama lands aftur.
Er Sigurður sér ófarir þessar, snýr hann við og ætlar
aftur sömu leið og komið var. Og þótt hann teldi víst,
að Þórunn kæmi á eftir, þá leit hann við, til að gæta að
því. En hennar hestur haíði verið ókyrr mjög og gróf
svo ótt undan honum sandinn, að hún var þá á sundi og
bar sömuleiðis niður Fljótið. Sleppir Sigurður þá í flýti
kofortahestunum þeirra og setti á sund eftir henni.
Af Þórunni er það að segja, að hún varð brátt þess vör,
að hestur hennar var orðinn óeðlilega djúpsyndur, enda
var hún þung í reiðfötunum og ervið hestinum. Rennir
hún sér þá úr söðlinum — flaut þá úr honum gæruskinn