Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 41
í GAMLA DAGA
125
Jörð]
— og heldur annari hendi í faxið, en hinni í söðulbogann
og lyftir hesturinn sér þá vel; hafði hann þá svinglað
nokkuð sitt á hvað á sundinu, og varð það til þess, að
Sigurður náði þeim, og rétti Þórunn honum þá hendina,
er hún hafði haft á söðulsveifinni. Reið Sigurður þá sam-
síða hesti hennar og flaut hún svo fram á milli þeirra,
að eigi fór vatn yfir andlit henni. Var þá eftir að snúa
hestunum við í hálfhring á móti straum í áttina þangað,
sem samfylgdarmennirnir voru fyrir, og tókst Sigurði
það með gætni. Meðan þetta gerðist, höfðu þau þokast æ
nær holbökkunum, og var orðið allskammt að þeim, þeg-
ar tókst að halda í áttina til lands. Sigurður reið hesti
bráðfrískum, góðum sundhesti, en nú var hann orðinn
óvenjulega djúpsyndur sökum þess, að hinn sótti ver
sundið og hélt honum niðri. »Gekk þetta vonum betur
fyrir okkur, þó að á tvísýnu væri teflt«, segir Sigurður
í frásögn sinni. »Náðum við heilu og höldnu á land fyrir
Guðs handleiðslu. Svipuna missti ég í lendingunni og er
hún geymd í Kúðafljótk.
Þórunn hinsvegar hafði stöðvað hest sinn, er hann tók
að vaða, með því að hún óttaðist, að hann stigi í föt
hennar. Kemur þá ísak til hennar og þykist hana úr helju
heimt hafa og fagnar henni mjög. Var feginleikur hans
því að meiri, að er hann sá gæruskinnið, sem fyr getur,
fljóta fram úr, áleit hann að þar færi Þórunn og styrkt-
ist í þeirri trú af því, að þeir höfðu ekkert heyrt til henn-
ar. Sagðist hann vera vanur því að fá að heyra til kven-
fólksins undir líkum ki’ingumstæðum. En hún bjóst við,
að þeir hefði haft nóg með að bjarga sjálfum sér.
Kofortahestar Fljótshverfinga, sem Sigurður skildi
eftir á eyrinni, þá er hann setti eftir Þórunni, eltu hann
út í, og fóru að Öllu sömu leið.
Eftir stutta viðdvöl var stigið á bak og haldið upp með
Fljótinu og tókst þá vel yfirförin. En það taldi fylgdar-
maður, sem var Ingimundur hreppstjóri í Rofabæ, manna
færastur við Kúðafljót, að það hefði þá verið með
.mesta móti, er hann hefði farið yfir það; enda lá við
sundi á nokkurum stöðum, þar sem þau komust yfir.