Jörð - 01.12.1931, Page 42
126
1 GAMLA DAGA
[Jörð
B A R nú ekkert sérstakt til tíðinda og komust þau öll
heilu og höldnu til Reykjavíkur. Sigurður fór ekki lengra.
2.
Þ ó R U N N fór suður á Nes og Hafnir. Varð hún
samferða ísak heim til hans að Arnarnesi. Hún hafði einn
kofortahest meðferðis. Ætlaði hún að hafa lítilsháttar
viðdvöl í Firðinum, en fara síðan að X (ónefndum bæ) og
vera þar yfir nóttina, því að þar hafði hún frétt að æsku-
kunningi hennar byggi, en var ekki sízt umhugað að kom-
ast með hesta sína á hið stóra X-tún. Fór hún úr Hafnar-
firði um dimmumótin og er hún kemur inn fyrir túngarð
á X, sér hún þar ljós í glugga, og gleðst af að þurfa ekki
að vekja upp. En í sama svip dreif að harðsnúinn hunda-
hóp, sem lét ærið ófriðlega. Var þá strax slökkt ljósið.
Hestarnir trylltust við aðsókn hundanna, og átti hún fullt
í fangi að hafa vald á þeim; komst þó bráðlega í hlaðið,
og ber á þilið við baðstofugluggann, þar sem hún sá ljós-
ið áður, en ekki varð hún vör við neina hreyfingu inni.
Gerði hún ým'ist að kalla á gluggann með því að bjóða
»gott kvöld« eða berja, og þóttist nú ekki ganga svo lin-
lega að verki, að ekki mætti til sín heyra (sem og margur
mun trúa er hana hefir áður þekkt). Var hún nú viss um,
að eftir slíka framgöngu gat engirín verið sofandi í bað-
stofunni af fullorðnu fólki, sem hefði óskemmda heyrn.
Samt sem áður varð þetta allt ónýtt verk. Talar hún þá
til fólksins á gluggann á þessa leið: »Nú er ég fullviss
þess, að þið, sem eruð hér innan veggja, eruð vel vakandi,
að minnsta kosti þó sá, sem slökkti ljósið, þegar ég reið
heim túnið. Hér er langferða-kvenmaður, sem ætlaði að
fá næturgistingu; mun sú alls ekki hverfa frá, þó ekki
verði opnaður bærinn, heldur láta berast fyrir hér í
glugghúsinu í nótt, en sleppa hestunum á túnið«. Gekk
hún síðan frá kofortunum og söðli í glugghúsinu og sat
þar um nóttina.
Snemma um morguninn heyrir hún umgang inni, og út
kemur karlmaður; myndi þar húsbóndinn. Ekki hefir