Jörð - 01.12.1931, Side 43
Jörð] í GAMLA DAGA 127
hann fyr opnað hurðina, en hann sigar á hesta hennar;
verður þá fátt um kveðjur. Minnir hún hann á, að hann
sé nú þegar búinn að verða sér nóg til skammar, þó að
hann bæti því ekki á, að hundbeita hestana; segist hún
muni borga þau spjöll, er þeir hafi gjört, og leggur síðan
á stað að elta hestana og nær þeim kippkorn utan við
túnið. Bóndi tekur sig nú á og um það leyti, að hún er
að ná hestunum, er hann kominn og þykist vilja hjálpa
henni. Spyr hún hann að heiti, og var þá þarna hinn
forni kunningi hennar. Segir hún síðan nafn sitt, minnir
hann á, hversu faðir hans hafi tekið á móti gestum, og
hversu illa honum sé í ætt skotið að taka þannig á móti
þeim, er að garði hans leita. Bjóst hann þá við, að hann
hefði ekki látið hana liggja úti um nóttina, hefði hann
vitað, hver hún var; og afsakaði sig mjög. En hún taldi að
hann hefði verið mjög heppinn, að það var hún, sem varð
fyrir þessu af honum; því bæði hefði hún þrek til að
taka á móti því, og líka til að leiða honum fyrir sjónir,
hvað illt hann gæti unnið með svo frámunalegu mannúð-
arlqysi. Hélt hún yfir honum snarpan lestur, en svo fór
að lokum að þau skildu sátt; og varð sættin fyrir það, að
bann lofaði henni hátíðlega að úthýsa engum, er að garði
hans bæri og gistingar óskaði'.
Ekki veit hún, hvernig fór um efndir loforðs hans, en
trúlegt er, að þetta hafi verið nokkuð óhversdagsleg hug-
vekja og minnisstæð og jafnvel orðið til góðs. Hélt svo
Þórunn áfram ferð sinni, sem ákveðið var, og fór um
Grindavík til baka.
IV.
PóstferÖ.
Eftir Erling Filippttsson, grasalækni í Reykjavík.
VÉTURINN 1894—5 hafði GisU Gískison, nú silf-
ursmiður í Reykjavík, póstferðir frá Prestsbakka á Síðu
að Borgum í Hornafirði. Var ég með honum nokkrar
ferðir um veturinn. Tíð var óstöðug fram eftir vetri, oft