Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 46
ÍSO
í GAMLA DAGA
[JörÖ
undan til sunds yfir, og náðum eyraroddanum þar, sem
siðasti állinn, er við vorum búnir að fara yfir, skall aftur
í aðalvatnið, og sluppum við þar mátulega. Gísli lá dálitla
stund utan í sandöldunni, þar sem okkur bar að landi, og
sagði hann mér að rista í skinnsokkana, til að hleypa
vatninu úr þeim; og var hann ótrúlega lítið dasaður eftir
vosið. Spurði ég þá, hvort hann hefði ekkert orðið smeik-
ur, og svaraði hann rólega, að hann myndi fyrr drepast
en hræðast. »En ætlarðu að halda áfram að reyna Vötn-
in?« Ekki taldi hann ástæðu til að hætta við það.
Fórum við síðan nokkuð inn með aðalvatninu og komst
hann þar alla leið yfir. Vatnið var þarna bæði breitt og
djúpt, oftast á bóghnútu og undir herðatopp. Þarna fór-
um við með kofortahestana og gekk allt slysalaust. Var
þá sigurinn unninn; aðeins smá-álar austan við aðal-
vatnið.
F E R Ð I N gekk vel yfir Sandinn, og komum við
snöggvast að Svínafelli, og var lagt fast að Gísla að hafa
þar fataskifti. Ekki þótti honum þöi'f á því, og héldum
við að Fagurhólsmýri til Gísla Þorvarðarsonar, nú í
Papey. Var þar höfðingja heim að sækja, greindan, glað-
lyndan og gestrisinn, og vantaði ekkert upp á, að okkur
og hestunum væri látið líða vel.
Ferðinni var haldið áfram daginn eftir að Borgarhöfn
í Suðursveit. Þar skildi Gísli eftin hest, og fékk lánshest
til Hornafjarðar. Það var mesti úlfaldagripur, grárauður,
hár og þrekinn, með stærstu hestum, sem ég hefi séð.
Þegar kom í Hornafjarðarfljót, reið Gísli á undan. Vor-
um við nú í vesturhluta Fljótsins og vatnið svo sem á
miðjan legg. Allt í einu tekur Grárauður í tauminn. Skipti
það ekki togum: hann var sokiknn þarna á kaf niður 1
leiruna. Stökk ég þá strax af baki og hafði nóg með að
halda nösunum á honum svo upp úr, að hann kafnaði
ekki, þar til er Gísli kom. Kippti hann þá kofortunum af
í flýti og að því búnu tróð hann vatnið upp úr leirunni
allt í kring um hestinn, gengur síðan fyrir hami miðjan,
treður þar vandlega undir sig, unz hann þykist hafa stöð-