Jörð - 01.12.1931, Side 48
132 SAMLIF ÞJÓÐAR VIÐ NATTÚRU LANDS SÍNS [Jörð
urheims-menningar. Allt útlit er til, að innan nokkurra
ára verði allt þetta lítt þekkjanlegt frá því sem var, t'. d.
um aldamótin síðustu. Sé því málefni þetta mikils um
vert með þjóðum yfirleitt, þá eru íslendingar engin und-
antekning,
Nú mun mörgum einnig kunnugt, að ýmsir hinna beztu
manna, sem skrifa fyrir þjóð vorá, líta svo á og halda því
fast fram, að íslendingar eigi að vera forgönguþjóð; það
sé hlutverk hennar í sögu mannkynsins, a. m. k. á yfir-
standandi öld. Smæð hennar og hitt, að hún er að ýmsu
leyti eftirbátur í menningarlegu tilliti, dragi ekkert úr
sannindum og mikilvægi þessa. Smæðin geri hana einmitt
þjálli, til að takast á hendur forgöngu; sýna stærri þjóð-
um, sem umsvifaþyngri eru, með dæmi í verki, heillavæn-
leik nýrra sanninda; samtökin verði auðveldari í lítilli
þjóð en stórri. Og það, að hún er að vissu leyti eftirbátur,
sé einnig stór kostur í þessu tilliti; hún er ekki komin út
í ýmsar ógöngur þeirra þjóða, sem lengra eru komnar í
vestrænni menningu; hún er að vissu leyti óskrifað blað,
og á að geta notað sér reyn^lu þeirra, sem á undan eru
gengnar, til þess að komast betri veg en þær hafa farið.
Þá sé og sögulegur arfur þjóðarinnar og land hennar
samvalið til að ala upp í henni stórhug og gáfur. Að þeim
tveim atriðum verður að víkja lítið eitt nánar, og í þessu
sambandi náttúrlega einkum hinu síðartalda, landinu.
»Landið er fagurt og frítt«, og af öllum víðförlum, er
tii þekkja, talið nokkuð einstakt meðal landa, jafnt að
reynd sem yfirlitum. Það er áreiðanlega flestum löndum
fremur búið hæfileikum, til að hafa áhrif á íbúa sína. Á
meðan þjóðin var einangruð og vankunnandi, gekk það
eins og kunnugt er, næst lífi hennar; en stældi hana þó
ósegjanlega. Það á áreiðanlega einn aðalþáttinn í hæfi-
leikum þjóðar þeirrar, sem á þessum árum er verið að
kalla til forgöngu. Og í framtíðinni má vonast eftir
ómetanlegustu heilsu- og hreystistraumum inn í þjóðina
frá náttúru landsins — í framtíð þeirri, sem vísinda-
menning og náttúruskilningur munu lýsa yfir.
Að því er snertir hinn sögulega arf frá fornöld og rit-