Jörð - 01.12.1931, Síða 49
Jöi'ð] SAMLÍF ÞJÓÐAR VIÐ NÁTTÚRU LANDS SÍNS 133
öld, þá hefir mönnum lengi verið ljóst, að íslenzka þjóðin
hefir þar reynst vörður og miðill ómetanlegra menning-
arverðmæta nútímaþjóðum, og jafnframt orðið sjálf fyr-
ir ósegjanlegum hollustuáhrifum af þeim. Sögurnar og
Eddurnar hafa svo sem kunnugt er, ávalt verið lesnar
meira og minna af íslenzkri alþýðu; þeim eigum við öðr-
um þræðinum að þakka fullveldi hins íslenzka ríkis, svo
að ekki sé fleira nefnt. Þáverandi forseti sameinaðs þings,
Ásgeir Ásgeirsson, tók allt þetta rétt og fallega fram í
ræðu sinni á 1. fundi Alþingis að Lögbergi í fyrrasum-
ar, þegar hann komst svo að orði, að »þáttur forn-
germanskrar menningar sé hinn vígði þáttur sögu vorr-
ar; sá þátturinn, sem hélt og varðveitti þjóðina frá
glötun«.
Þessi sterki þáttur var þó ekki slíkur af því einu, að
hann var vígður af helgri sögu, heldur engu síður hins
vegna, að söguáhrifin voru svo að segja brennd inn í Jurnn
af náttúru fslands. Hefði hann verið einber söguleg menn-
ing, þá hefði hann ekki »haldið«, svo að ég noti orðalag
forseta. En af því dð hxmn var lifandi lí f, þá fúnaði
hann aldrei í sundwr. Hetjudómur fornaldarinnar varð
aldrei einber minning íslenzku þjóðarinnar. Náttúra
landsins sá um, að þjóðin hefði áfram skilyrði við að, búa,
sem reyndai og æfðu hreysti hennar og hugprýði, vit
hennar og aðra mcmnsparta að sínu leyti ekki siðwr, en
fomaldarlífið liafði gert. Mannkostvr þeir, sem forn-
germanmka menningin framleiddi, fundu að verulegu
lcyti viðhaldsskilyrði í náttúru fslands. Væntum vér, að
geta smámsaman leitt fram sæmilega glögg dæmi þessa
í ^Jörð^.1) Því varð fornaldarsagan, sem sagt, íslenzku
þjóðinni aldrei einber minning, heldur hold af holdi
hennar, blóð af hennar blóði. Hefir svo verið fram að
þessu, að kalla.
En hvað tekur nú við? Fornritalesturinn er óðum
þverrandi; hið gamla útilíf þjóðarinnar er á hverfanda
hveli. Ætlar »hin ættgöfga Fjallkona, dóttir íslenzkrar
l) Sbr. og bókina »Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar« o. fl.