Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 50
134 SAMLÍF ÞJÓÐAR VIÐ NÁTTÚRU LANDS SÍNS [Jörð
náttúru og norræns eðlis«, svo að ég noti enn tilvitnun
úr ræðu alþingisforsetans, að’ selja frumburðarréttinn
fyrir baunadisk? Ætlar hún að hætta að hreyfa sig fót-
mál nema það, er hún geti ekið í »Buick«? (að honum
ólöstuðum) — eða á hún fyrir höndum að rækta hreystí
og heilbrigði og æskufjör hins forngermanska anda, svo
oð hann brenni henni % hjarta og lýsi öðrum þjóðum um
vegu náttúruhollrar menningar?
Hvað, sem um þetta er, þá verður ekki annað sagt, en
að söguarfur þjóðarinnar og náttúra lands hennar eggi
hana lögeggjan, til að taka kallinu háa, er ómar í hjarta
hennar, um forgöngu meðal þjóða. Islenzka þjóðin á að
vcra meðal þeirra, sem opna til fulls augwn á heiminum
fyrir mikilvægi samlífsins við náttúru landsins og sýna
í verki dæmi um, hvað gera skuli nú þegar.. og í framtíð-
inni til, að menningin geri þjóðimar ekki viðskila við
náttúruna, heldur verði MENNINGIN AUÐSVEIP OG
STÓRHUGA RÆKTUN NÁTTÚRUNNAR í HVÍVETNA.
III.
Þ E G A R ég nú, landar góðir, hafði sannfærst um allt
þetta, sem nú hefir verið reynt að lýsa, þá tók ég þegar
að vinna að því í fullri trú á mikilvægi málefnisins. Drap
ég m. a. á þetta í erindi, er ég sendi Alþingi fyrir fáum
missirum um lýðháskóla og menntaskóla á Islandi, og er-
indi, er ég flutti heima í prestakallinu, sem ég þjóna. Jafn-
framt því, sem ég benti þannig bæði sveitungum mínum
og að vissu leyti alþjóð lítillega á það, er ég tel liggja
fyrir í þessum efnum, að því er tekur til skóla, þá »sýndi
ég trú mína í verkinu«, sem aldrei er nema prestslegt,
svo að aðeins sé gert að gamni sínu, með því, að ég hóf
að safna allskonar fróðleik um útilíf þess hluta þjóðar-
innar, sem ég á heima meðal, þ. e. a. s. Skaftfellinga. Er
vitanlega óhjákvæmilegur grundvöllur að allri þekkingu
og viðleitni í þá átt, sem hér um ræðir, að safna heimild-
um um útilífið, sem þjóðin hefir lifað fram að þessu og
prðið hefir henni sá heilsubrunnur, sem raun ber vitni