Jörð - 01.12.1931, Side 51
Jörð] SAMLÍF ÞJÓÐAR VIÐ NÁTTÚRU LANDS SÍNS 135
um. Fyrst verður þjóðin að þekkja sjálfa sig; munu
henni þá væntanlega verða ljós þau atriði þessa máls,
sem framundan eru og hún þarf að þekkja.
Bók sú, »Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar«, sem
nú er orðinn sýnilegur ávöxtur hugsjónar þeirrar og' trú-
ar, sem að framan hefir verið lýst, hefir hlotið eindregið
lofsamleg ummæli málsmetandi ma-nna, sem brautryðj-
andaverk í sinni röð; merkilegt jafnt fyrir þá mynd, er
hún veitir — og þó einkum gefur von um — af íslenzku
þjóðlífiásínu sviði, sem vegna hins, hversu hún skjalfest-
ir bókmenntagáfu íslenzkrar alþýðu; — sýnir hreint og
beint, hvernig útilífið íslenzka ræktar jafnvel hinar and-
legri gáfur mannsins til menntunarþroska. Verður því
varla annað sagt, en að bókin hafi náð að fullu tilgangi
sínum sem eitthvert fyrsta verk á sínu sviði — ef að hún
ennfremur reynist að hafa það íkveikjwnagn, að verkinu
verði haldið áfram, og það hafið í öðrimi héruð'wm lands-
ins. Eftir þessu bið ég lesendur sérstaklega að taka, jafnt
til sjós sem sveita.
Auðna i-æður um allt þetta mál sem önnur. Og hversu
sem fer um hina litlubyrjunartilraun, sem ég í þessumlll.
kafla greinar minnar hefi vikið að, þá er sú sannfæring
mín, að eigi alþjóðamenningin ekki að líða undir lok, eigi
ríki himnanna eftir að gista þessa Jörð, sem er fagnaðar-
boðskapur Jesú og grunur vísinda vorra tíma, þá muni
leiðin liggja um ræktun, helgun gervallrar náttúrunar;
þá muni alhliða ræktun útilífs manna og þjóða eiga veru-
legan þátt í hinni helgu breytingu.
Á S K O R U N.
LESENDUR, er samúð hafa með »Jörð«, myndu gera
ritstjóranum góðan greiða með því að skrifa honum hugs-
anir sínar um ritið: hvað þeim líkar vel og hvað miður í
jiari þess o. s. frv.