Jörð - 01.12.1931, Page 52
136 ÚTIGÖNGUR [Jörð
Útigöngur.
E N G I N einstök líkamsæfing er eins alhæf, hress-
andi og heilnæm eins og útigöngur. Enginn, sem kemur
þeim við, má við því að vanrækja þær. Stundarfjórðungs-
ganga er betri en ekki; en helzt ætti hver maður að eiga
kost á klukkustundargöngu dag hvern. Menn, er gangast
undir hreystinámsskeið eða þess háttar, þurfa að ganga
úti 1—2 stundir daglega, ef að vel á að vera.
Hver, sem iðkar útigöngur heilsu sinnar og hreysti
vegna, skyldi varast að ætla að slá tvær flugur í einu
höggi, þjóna tveimur herrum: sökkva sér í umhugsun um
áhyggjuefni, búsumstang, atvinnu og þess háttar á með-
an hann er á göngunni. Léttar, mildar og ljúfar skyldu
hugsanirnar vera, eftir því sem verða má; athyglinni öllu
fremur snúið að náttúrunni, sem umhverfis er, heldur en
innskoðun. Auðlegð náttúrunnar er ótæmandi og opnast
æ betur fyrir þeim, sem sífelt leitar á. »Leitið og þér
munuð finna« á við í öllum atriðum lífsins, smáum sem
stórum. Og lífið er að mestu samsett af smáatriðum, sem
til samans eru »stórum« atriðum stærri. Fagmannsaugað
sér hundrað eftirtektarverð atriði þar, sem aðrir menn
sjá tíu. Til að verða glöggur náttúruskoðari fyrir sjálfan
sig — og aðra í viðlögum — þarf ekki neinn skólalær-
dóm. En ekkert vinnst í lífinu án hæfilegrar áleitni.
Áfram GAKK!
---OOSCfcSX*----
I
Askorun.
H É R með er skorað á þá af lesöndum »Jarðar«, sem
finnst eitthvað f kenningum hennar, er máli skiftir, óljóst
eða ósamrýmanlegt þekkingu, er þeir telja áreiðanlega,
að gera svo vel að senda ritstjóranum athugasemdir sín-
ar. Verður þeim áreiðanlega svarað fljótlega í »Jörð«, og
sumar enda birtar í heild, þó að um lengri greinar sé að
ræða, ef að ritstjóra sýnast ástæður til.