Jörð - 01.12.1931, Side 61
Jörð] LEITIÐ GUÐS I EINVERU NÁTTÚRUNNAR
137
Leitið guðs
í einveru náttúrunnar.
Eftir sr. Halldór Kolbeins.
(Prédikun flutt í Samkomuhúsi Suðureyrar 2. hvíta-
sunnudag 28. maí 1928).
(Sálmar: 759, 102, 497, -739, -238, 780).
BÆN.
Almáttugi, algóði himneski faðir. Vér lofum þig og
vegsömum þig fyrir hina dásamlegu opinberun um elsku
þína og mátt. Vér þökkum þér þann boðskap, er þú lætur
himnana, hafið og fjöllin mæla til vor. Himnarnir segja
frá dýrð þinni. Láttu nú þessa dýrð þína snerta hjörtu
vor djúpri lotningu. Fyll hug vorn lofsöng. Lát fögnuð
vorn yfir opinberun þinni, er stafar til vor frá þínum
hljóðu himnum og kærleika þínum, er umgeislar veru
vora, verða sökum sonar þíns Jesú Krists, að samhljóm
sálar vorrar, sigursöng er lyftir oss til þín í hæðir hæð-
anna og sameinar oss þér í unaðsríkri tilbeiðslu og fram-
sækinni fórnarlund.
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn Guð alls-
herjar. Himnarnir og heimarnir eru fullir af þinni dýrð.
Blessa þú nú oss, börnin þín, á þessum helga hátíðisdegi.
Opna þú augu vor fyrir elsku þinni, heilagleik og al-
mætti, Drottinn allsherjar.
í Jesú nafni. Amen.
Textar:
Mark. 1, 35. Dóm. 5, 31. Sálm. 19, 2. 3. Og árla, löngu
fyrir dögun, fór hann á fætur og geklc út og fór á óbyggö-
an stað og baöst þar fyrir.-----Þeir, sem hann elslca,
eru eins og sólaruppkomarn í Ijóma sínum.----Himn-
amir segja frá dýrð Guös og festingin kunngjörir verkin
lians handa. Amen.
10