Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 62
138 LEITIÐ GUÐS í EINVERU NÁTTÚRUNNAR [Jörð
»Lyftu mér, faðir minn, hærra og hærra, hjarta mitt
vermdu með ylgeislum þínum. Láttu það verða æ færra
og færra, sem freistar og glepur í verkahring mínum.«
»Tendra í hjarta mér elskuna eilífu, alvaldi faðir, sem
skapaðir himininn, leið mig við hönd þér í ljósinu vax-
andi. Lát mig æ vera barnið þitt vakandi.«
»Er augu mín horfa inn í himnanna himna, í heilagri
lotning, þér líf mitt ég vígi. Af sól þinni læri ég að sigra
og elska. Sendu mér, Guð, þína eilífu speki«.
(Böðvar Bjarnason).
--------Það er óvíst að ég tali við yður aftur hér, fyr
en liðinn er bjartasti sólarhringurinn.----Það hefur
sveit vor fram yfir allar syðri byggðir, að lengri eru dag-
ar á vorin. En ég spyr yður, þér, sem elskið Ijósið og birt-
una, þér, sem fagniö vorinu, kallar þessi timi yður eigi til
sérstakrar leitar að Guði, til þess að tilbiðja hann í þvi
musteri, þar sem hvelfingin er himininn hár, og þar sem
hver fylgir þeim helgivenjum einum, sem hjarta hans eru
næstar? Hvítasunnan, bjartasta hátíð ársins, kallar hún
eigi á einn og sérhvern yðar til þess að fara að dæmi
Jesú? Árla fór hann á fætur og gekk út og fór á óbyggð-
an stað og baðst þar fyrir.
Allar þjóðir í veröldinni þrá Guð og eru að leita hans.
Allar þjóðir þrá að finna andardrátt hans og hjartaslög.
— Og margt reyna mennirnir til þess að finna Guð.
Austurlandabúi baðar sig í vatninu helga og gjörir svo
margt og margt. — Margir hafa leitað Guðs án þess að
finna hann. — En hvítasunnan er minning um stofnun
kristinnar kirkju, um það að mannkynið finnur Guð,
finnur Guð í Kristi, og að dæmi Jesú. — Hvar fann Jesús
Guð? Að vísu fann hann Guð allstaðar. En samfélag föð-
ur og sonar hefur þó sjálfsagt verið enn óhindraðra og
nánara, er hann var á bæn í einverunni, úti í óbyggðinni,
heldur en er hann sat í samkunduhúsinu. — Það er óvið-
jafnanlega gleðilegt fyrir oss, að safnast hér svo mörg
saman þessa hátíðisdaga til sameiginlegrar guðsþjón-
usíu. En til þess að vér finnum Guö hér, andardrátt hans