Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 64
140 LEITIÐ GUÐS í EINVERU NÁTTÚRUNNAR [Jörð
ins Guðsbannsi'tis, á að vera eilift sóla/rlag og eilif sólar-
uppkoma. Sól kærleikans má aldrei hverfa niður fyrir
hafsbrún í lífi þínu, en af því að þú ert ófullkominn, þá
á líf þitt æfinlega að vera eins og þegar kvöldroðinn er
að breytast í morgunroða, því að heilög ritning segir:
»Þeir, sem Guð elska, eru eins og sólaruppkoman í Ijóma
sínum«. Hve dýrleg er sú mannsœfi, sem er eins og eilíf
sólaruppJcoma. — En þannig er líf sérlwers þess’ manns,
sem elskar Guð. — Það er alltaf að streyma frá sál hans
ný og ný ljósútgeislan. Sólin er alltaf að koma upp í lífi
þeirra, sem elska Guð, því að þeir standa uppi á fjalli
hreinleikans og heilagleikans, í því ljósi, sem lýsir lengst
öllu mannkyni.
Horfum upp í himnana. Þeir segja frá dýrð Guðs.
Hugsum um hnattamergðina. Hún kunngjörir verkin
hans handa. Úr sólkerfum himnanna hnýta Guði krans
hans herskarar, tímanna safn, og í litlum steini opinberast
einnig kraftur af hans krafti. Miskunn hans er augljós
af daggardropunum og fórn ástar hans í sólargeislunum,
því að eins og sólin gefur oss ljós af sínu ljósi með hverj-
um geisla, þannig gefur Guð oss líf af sínu lífi með
hverri lífssveiflu sálar vorrar eða líkama. Hvar er Guð?
Hann er í hnattanna hraðskreiða flugi, hann er í geisl-
anna glitrandi ljósi, hann er í vatnsins endurnærandi
líkn, hann er í fjallanna heilögu einveru, hann er í fugl-
anna dýrlega kvaki. — Guð er oss nálægur; heimurinn og
allt, sem í honum er, ber vott um Guð, því að allir hlutir
eiga orsök sína í Guðs kærleika og almætti.-----Þegar
ég stóð upp á fjallinu 20. júní síðast liðinn, þá sá ég ljós-
ið speglast í þokunni. Þannig opinberast Guð í þoku jarð-
neskra hnatta og í öllum hreyfingum og í allri stöðvun
sýnilegrar og ósýnilegrar náttúru.
Er vér horfum yfir náttúrunnar ríki á björtum og
blíðum sumardegi, þá virðist oss öll náttúran syngja lof-
söng um Guð, en sá lofsöngur fellur í samhljóm við óm
hjarta vors, sem vitnar alltaf um Guð í náttúrunnar ríki,
þenna dómara innra með oss, sem vér nefnum samvizku.
»Himnarnir segja frá dýrð Guðs og festingin kunngjörir