Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 65
Jörð] LEITIÐ GUÐS í EINVERU NÁTTÚRUNNAR 141
verkin hans handa«. Hver hefur ort þenna lofsöng? Þessi
lofsöngur er rödd samvizkunnar, sem er rödd sannleik-
ans í mannshjartanu. x
Um alla tíma, frá því sögur hefjast, hefur þessi ein-
faldi söngur, sem felur í sér dýpstu speki, hljómað í
mannshjartanu: Hið góða er gott, hið vonda er vont.
Gjörðu það, sem er rétt og vertu þannig maður. Þessi
sannleikur, sem vér höfum bent á, að er vottaður af nátt-
úrunni og samvizkunni, er skráður ljósum og skýrum
orðum í heilögum ritningum. Þess vegna er það, að er
vér vegsömum Guð fyrir dýrð hans og opinberun í nátt-
úrunnar ríki, þá ómar þó lofsöngur vor hæst, er Vér
þökkum honum, að hann hefir skapað oss í sinni mynd,
letrað lögmál vilja síns í hjörtu vor og gefið oss sitt lif-
andi orð, orð flutt af sjálfum meistaranum, Guðs heilaga
syni Jesú Kristi og þeim, sem sendir voru til þess að
vitna um hann áður en hann fæddist á Jörðu og eftir að
hann var horfinn sjón manna til Himna.
En enginn hefur sem orð Guðs, Jesús, kennt oss að sjá
Guð opinberaðan í náttúrunnar ríki. »Lítið til fugla him-
insins. Horfið á liljur vallarins«, segir hann. Hann fór oft
út í náttúruna til þess að biðjast fyrir og til þess að vera
einn með -Guði. Það getur eigi verið tilviljun, að Kristur
leitar einmitt til óbyggða til þess að vera þar á bæn. Það
er af einhverjum oss huldum ástæðum auðveldara að
verða næmur fyrir nærveru Guðs á einum stað en öðrum.
Aö vera í óbyggð einn með Guði, það er í sannleika sakra-
menti. Kristur er með sérstökum hætti nálægur hverjum
þeim, er fetar á þenna liátt í hans fótspor.
Mann nokkurn dreymdi, að hann væri kominn hér upp
á f jallið nálægt uppsprettulind. Hann gekk að lindinni til
þess að leita þorsta sínum svölunar, en er hann beygði
sig niður, finnur hann bjart Ijós skína um sig. Það stend-
ur hjá honum maður sveipaður dýrðarljóma, klæddur
hvítum klæðum. Af naglaförum í hendur og og fætur veit
dreymandinn, að hann er augliti til auglitis nálægur
Kristi. Hann segir: Kristur Guðs sonur..., en Ktistur
ávarpar hann: Ef þú þekktir mig rétt, þá kæmir þú oft-