Jörð - 01.12.1931, Síða 66
142 LEITIÐ GUÐS 1 EINVERU NÁTTÚRUNNAR [Jörð
ar til mín hingað. Ég er að vísu ávalt hjá þér, en þú heyr-
ir of sjaldan rödd mína af því þú leitar svo örsjaldan ein-
verunnar.
Þetta er aðeins draumur, en sá draumur er boðskapur
um verulegasta veruleika. Því að Kristur er opinberun
Guðs, hin einasta, örugga, bjarta, óskeikula oþinberun og
vér erum aldrei nær Guði, en þegar vér mætum Kristi',
þar sem lind einverunnar streymir fram.
»Himnarnir segja frá dýrð Guðs og festingin kunngjör-
ir verkin hans handa«. Finnið Krist standa hjá yður við
lindina og heyrið þessi orð.
Ef náttúran öll lofsyngur Guði og ber vott um Guð, þá
ber og mönnum fremur öllu öðru, að tilbiðja hinn opin-
beraða Guð. Að tilbiðja Guð, það er að elska hann, en af
því að elskan er ljós mannlífsins, þá segir í Guðs orði:
Þeir, sem elska Guð eru eins og sólaruppkoman í ljóma
sínum. Það er að segja: eins og norðurhvel er þegar það
hallar sér þannig að sólu, þegar dagurinn er hér lengst-
ur, að það verður ekkert sólarlag, 'heldur skín sólin á
jörðina allan sólarhringinn. Og fjallið ber vitni um ljós
sólar nætur og daga; þannig eru þeir, sem elska Guð og
þannig eigum vér að vera. Vér eigum að halla oss þannig
að Guði, að ljós kærleika hans geti ljómað um oss allan
sólarhring æfi vorrar, svo að það verði hvorki dagur né
nótt í trúarlífi voru, heldur ávalt morgun og kvöld og nýr
morgun; að kvöldroðinn sé æfinlega að breytast í dag-
renningu. Þannig erum vér, er vér tilbiðjum Guð með
hugsunum, sem geta aldrei horfið frá Guði, orðum sem
eru djúp af lotningu, töluð fyrir augliti Guðs, og athöfn-
um, sem hafa lík áhrif á mannlífið, eins og sólin á jarð-
lífið, þegar hún er að koma upp.
Að leita Guðs þannig er að vera sá maður, sem, í and-
legum skilningi talað, stendur æfi sína alla uppi á fjall-
inu þegar dagurinn er lengstur. f lífi slíks manns er ekk-
ert sólarlag, engin næturkoma, heldur er líf hans eilíf
sólaruppkoma, dagrenning, morgunroði, vöknun til æðra
lífs, því að þeir, sem elslca Guð eru eins og sólaruppkom-
an í Ijóma sínum.